Ný dagskrá í burðarliðnum fyrir flokksþing Framsóknarflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2016 11:52 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð berjast um formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer um helgina. vísir/garðar Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29