Allt að fimmfaldur munur á kostnaði Sæunn Gísladóttir skrifar 30. september 2016 07:00 Rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern nemenda á Íslandi er mjög hátt miðað við önnur OECD ríki. Vísir/GVA Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, árið 2015 reyndist vera 1,65 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar og út frá því má áætla að rekstrarkostnaður á hvern nemanda á yfirstandandi skólaári sé 1,72 milljónir króna. Samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2015 var rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern nemanda hæstur í Árneshreppi þar sem hann nemur 5,5 milljónum króna, en lægstur í Garðabæ þar sem hann var ein milljón.Vegið landsmeðaltal árið 2015 var 1,26 milljónir krónur samkvæmt tölum sambandsins. Tölurnar eru lægri en hjá Hagstofunni þar sem innri leiga og skólaakstur eru ekki meðtalin. Samkvæmt tölum frá sambandinu er kostnaður áberandi minni á þéttbýlum svæðum. Rekstrarkostnaður er milli 1,0 og 1,5 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu og 1,1 milljón í Akureyrarkaupstað. Aftur á móti er kostnaður með hæsta móti í Borgarfjarðarhreppi, eða 4,3 milljónir króna, og 3,7 milljónir í Kaldrananeshreppi. Fram kemur í ársreikningi sveitarfélaga 2015 að rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern nemanda á Íslandi sé með því hæsta sem gerist meðal OECD-ríkja.Fréttin birtist fyrst i Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, árið 2015 reyndist vera 1,65 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar og út frá því má áætla að rekstrarkostnaður á hvern nemanda á yfirstandandi skólaári sé 1,72 milljónir króna. Samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2015 var rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern nemanda hæstur í Árneshreppi þar sem hann nemur 5,5 milljónum króna, en lægstur í Garðabæ þar sem hann var ein milljón.Vegið landsmeðaltal árið 2015 var 1,26 milljónir krónur samkvæmt tölum sambandsins. Tölurnar eru lægri en hjá Hagstofunni þar sem innri leiga og skólaakstur eru ekki meðtalin. Samkvæmt tölum frá sambandinu er kostnaður áberandi minni á þéttbýlum svæðum. Rekstrarkostnaður er milli 1,0 og 1,5 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu og 1,1 milljón í Akureyrarkaupstað. Aftur á móti er kostnaður með hæsta móti í Borgarfjarðarhreppi, eða 4,3 milljónir króna, og 3,7 milljónir í Kaldrananeshreppi. Fram kemur í ársreikningi sveitarfélaga 2015 að rekstrarkostnaður grunnskóla á hvern nemanda á Íslandi sé með því hæsta sem gerist meðal OECD-ríkja.Fréttin birtist fyrst i Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira