Körfubolti

Skoraði rosalega sigurkörfu í bandaríska háskólaboltanum og spilar nú með KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson hefur fundið eftirmann Michael Craion.
Finnur Freyr Stefánsson hefur fundið eftirmann Michael Craion. Vísir/Ernir
KR-ingar hafa fundið sér eftirmann Michael Craion en Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Cedrick Bowen.

Michael Craion hefur hjálpað KR að vinna Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár og var að mati flestra besti leikmaður deildarinnar.

KR-ingar eru á síðustu stundu með að semja við bandarískan leikmann en fyrsti leikur liðsins er á móti Tindastól á föstudagskvöldið. KR segir frá nýja leikmanninum á fésbókarsíðu sinni.

Cedrick Bowen er 24 ára gamall og lék með Charleston Southern háskólanum til ársins 2015. Hann er á sínu öðru tímabili í Evrópu en í fyrra lék hann í Svartfjallalandi á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku.

Cedrick Bowen var með 7,9 stig og 4,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili sínu í háskólaboltanum 2014-15.

Cedrick Bowen er 196 sentímetrar á hæð og var 105 kíló í háskóla. Hann stefndi að atvinnumannaferli í fótbolta áður en slæm hnémeiðsl komu í veg fyrir það.

Bowen skoraði meðal annars eftirminnilega sigurkörfu á móti Ole Miss skólanum en það má sjá hana með því að smella hér. Bowen tók þá frákast og tróð boltanum í körfuna rétt áður en leiktíminn rann út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×