Frábærir lokadagar í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2016 09:33 Einn af stórlöxunum sem veiddust í Laxá í Dölum í haust Mynd: www.hreggnasi.is Nú berast lokatölur frá laxveiðiánum eftir sumar sem var mjög sérstakt en lokaspretturinn var góður víða. Árnar á vesturlandi áttu erfitt sumar vegna stanslausrar veðurblíðu og þurrka. Þrátt fyrir að laxgengd væri með ágætum tók fiskurin illa lengst af í flestum ánum vegna hita og vatnsleysis en það má heldur betur segja að þetta ástand, þ.e.a.s. tökuleysið, hafi breyst á síðustu dögunum í ánum. Þar má til dæmis nefna frábæra lokadaga í Laxá í Dölum og í raun síðustu þrjár vikurnar en á þessum þremur vikum veiddust um 600 laxar. Lokahollið var til að mynda með frábæra veiði en það holl náði 134 löxum á land á sex stangir á þremur dögum sem er frábær veiði og ótrúlegt að sjá svona tölu svona seint á tímabilinu en þetta endurspeglar ágætlega hvað það var mikið af laxi í ánni í sumar. Heildartalan í Laxá á þessu sumri er 1.711 laxar sem gerir þetta sumar að sjötta besta árinu í Laxá í Dölum frá 1974. Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Langskeggur er málið Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði
Nú berast lokatölur frá laxveiðiánum eftir sumar sem var mjög sérstakt en lokaspretturinn var góður víða. Árnar á vesturlandi áttu erfitt sumar vegna stanslausrar veðurblíðu og þurrka. Þrátt fyrir að laxgengd væri með ágætum tók fiskurin illa lengst af í flestum ánum vegna hita og vatnsleysis en það má heldur betur segja að þetta ástand, þ.e.a.s. tökuleysið, hafi breyst á síðustu dögunum í ánum. Þar má til dæmis nefna frábæra lokadaga í Laxá í Dölum og í raun síðustu þrjár vikurnar en á þessum þremur vikum veiddust um 600 laxar. Lokahollið var til að mynda með frábæra veiði en það holl náði 134 löxum á land á sex stangir á þremur dögum sem er frábær veiði og ótrúlegt að sjá svona tölu svona seint á tímabilinu en þetta endurspeglar ágætlega hvað það var mikið af laxi í ánni í sumar. Heildartalan í Laxá á þessu sumri er 1.711 laxar sem gerir þetta sumar að sjötta besta árinu í Laxá í Dölum frá 1974.
Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Langskeggur er málið Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði