„Krónan okkar versti óvinur" Una Sighvatsdóttir skrifar 1. október 2016 12:49 Þorlákshöfn Rósa Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“ Brexit Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“
Brexit Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira