Hraust Evrópa Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Evrópusambandið á sér fáa málsvara sem brenna í skinninu. Að minnsta kosti heyrist lítið í þeim þótt stutt sé í kosningar. Jón Baldvin Hannibalsson, hinn skorinorði hugmyndafræðingur sambandssinna, sem engum hefur tekist að leysa af hólmi í meira en þrjá áratugi, hefur vent kvæði sínu í kross. Hann líkir ESB við brennandi hús og telur okkur ekki eiga erindi þangað fyrr en eldar hafi verið slökktir. Andstæðingar grípa orð hans auðvitað á lofti til marks um endanlega uppgjöf aðildarsinna. Ekki má gera lítið úr fjölþættum vanda ESB. En gamli krataleiðtoginn gerir úlfalda úr mýflugu. Ástandið í þessari álfu stórra styrjalda hlýtur að teljast býsna gott í sögulegum samanburði. Evran reynir vissulega á þolrifin. Brexit er nýtt, risastórt úrlausnarefni, sem bætist við umræðu um lýðræðishalla, háværa gagnrýni á skriffinnskubákn í Brussel og væringar vegna innflytjenda og flóttafólks. Lýðskrumarar nýta sér stöðuna til að ýta undir þjóðrembu. Evrópa hefur brennt sig illa á slíku og brýnast er að halda daðri við hvers kyns öfgaöfl í skefjum. Opin umræða, til dæmis um glæpi og ofbeldi, er besta ráðið. Um hvort tveggja eru á sveimi bábiljur, sem eiga sér enga stoð. Alvarlegum glæpum fækkar ár frá ári og þrátt fyrir voðaverkin í París, Brussel og Nice er hryðjuverkahætta minni nú en í lok aldarinnar sem leið. Brexit knýr fram endurmat. Fólk rifjar upp ástandið sem ríkti fyrir daga samrunans. Álfunni var skipt með víggirðingum. Enda hefur fylgi við sambandið víða vaxið í kjölfar Brexit, meira að segja í Bretlandi þar sem margir naga sig í handarbökin eftir að hafa kosið með útgöngu. Grikkir, Spánverjar og Portúgalar bjuggu við stjórnarfar sem helst átti sér hliðstæður í þriðja heiminum fyrir daga Evrópusamstarfsins. Fátækt var útbreidd og lýðræði fjarlægur draumur. Í sumum Austur-Evrópuríkjum var þjóðskipulagið að hrynja. Fólk í blóma lífsins man þá tíma. Erfið úrlausnarefni í hagstjórn vegna evrunnar eru léttvæg við hlið vandamálanna, sem það kynntist í uppvextinum. Herlögregla var grá fyrir járnum á hverju götuhorni. Á landamærum voru þungvopnaðir verðir. Engum var hleypt í gegn án vegabréfsáritunar. Atvinnuleyfi kostuðu langa bið og mikla skriffinnsku, jafnvel fyrir listafólk til að halda litla sýningu. Stakkaskiptin er lyginni líkust. Álfan er einn vinnumarkaður og vinnufúsar hendur sækja þangað sem þeirra er þörf. Lífskjör fara batnandi. Straumur flóttafólks til álfunnar er að stórum hluta afleiðing hryggilegra stríðsátaka í öðrum álfum. En fólksflutningarnir eru líka til marks um velmegun og umburðarlyndi sem skapast þegar friður ríkir, en friður er meginmarkmið Evrópusamvinnunnar og forsenda allra framfara. Hér er ekkert fullyrt um hvort Íslandi sé best borgið í ESB. Til þess þarf samningur að liggja á borðinu. Hvað sem því líður er samstarfið í Evrópu býsna gott þrátt fyrir snúin viðfangsefni. Það hefur staðið af sér alla storma hingað til.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Evrópusambandið á sér fáa málsvara sem brenna í skinninu. Að minnsta kosti heyrist lítið í þeim þótt stutt sé í kosningar. Jón Baldvin Hannibalsson, hinn skorinorði hugmyndafræðingur sambandssinna, sem engum hefur tekist að leysa af hólmi í meira en þrjá áratugi, hefur vent kvæði sínu í kross. Hann líkir ESB við brennandi hús og telur okkur ekki eiga erindi þangað fyrr en eldar hafi verið slökktir. Andstæðingar grípa orð hans auðvitað á lofti til marks um endanlega uppgjöf aðildarsinna. Ekki má gera lítið úr fjölþættum vanda ESB. En gamli krataleiðtoginn gerir úlfalda úr mýflugu. Ástandið í þessari álfu stórra styrjalda hlýtur að teljast býsna gott í sögulegum samanburði. Evran reynir vissulega á þolrifin. Brexit er nýtt, risastórt úrlausnarefni, sem bætist við umræðu um lýðræðishalla, háværa gagnrýni á skriffinnskubákn í Brussel og væringar vegna innflytjenda og flóttafólks. Lýðskrumarar nýta sér stöðuna til að ýta undir þjóðrembu. Evrópa hefur brennt sig illa á slíku og brýnast er að halda daðri við hvers kyns öfgaöfl í skefjum. Opin umræða, til dæmis um glæpi og ofbeldi, er besta ráðið. Um hvort tveggja eru á sveimi bábiljur, sem eiga sér enga stoð. Alvarlegum glæpum fækkar ár frá ári og þrátt fyrir voðaverkin í París, Brussel og Nice er hryðjuverkahætta minni nú en í lok aldarinnar sem leið. Brexit knýr fram endurmat. Fólk rifjar upp ástandið sem ríkti fyrir daga samrunans. Álfunni var skipt með víggirðingum. Enda hefur fylgi við sambandið víða vaxið í kjölfar Brexit, meira að segja í Bretlandi þar sem margir naga sig í handarbökin eftir að hafa kosið með útgöngu. Grikkir, Spánverjar og Portúgalar bjuggu við stjórnarfar sem helst átti sér hliðstæður í þriðja heiminum fyrir daga Evrópusamstarfsins. Fátækt var útbreidd og lýðræði fjarlægur draumur. Í sumum Austur-Evrópuríkjum var þjóðskipulagið að hrynja. Fólk í blóma lífsins man þá tíma. Erfið úrlausnarefni í hagstjórn vegna evrunnar eru léttvæg við hlið vandamálanna, sem það kynntist í uppvextinum. Herlögregla var grá fyrir járnum á hverju götuhorni. Á landamærum voru þungvopnaðir verðir. Engum var hleypt í gegn án vegabréfsáritunar. Atvinnuleyfi kostuðu langa bið og mikla skriffinnsku, jafnvel fyrir listafólk til að halda litla sýningu. Stakkaskiptin er lyginni líkust. Álfan er einn vinnumarkaður og vinnufúsar hendur sækja þangað sem þeirra er þörf. Lífskjör fara batnandi. Straumur flóttafólks til álfunnar er að stórum hluta afleiðing hryggilegra stríðsátaka í öðrum álfum. En fólksflutningarnir eru líka til marks um velmegun og umburðarlyndi sem skapast þegar friður ríkir, en friður er meginmarkmið Evrópusamvinnunnar og forsenda allra framfara. Hér er ekkert fullyrt um hvort Íslandi sé best borgið í ESB. Til þess þarf samningur að liggja á borðinu. Hvað sem því líður er samstarfið í Evrópu býsna gott þrátt fyrir snúin viðfangsefni. Það hefur staðið af sér alla storma hingað til.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun