Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 19:32 Geir H. Haarde. Vísir/Anton Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, segir að samtal hans og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, hafi ekki verið tekið upp með hans vitund og verði af þeim sökum ekki birt með sínu samþykki. Þetta segir Geir í samtali við RÚV þar sem fjallað er um vitnisburð framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum, Sturlu Pálssonar, sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Geir segir í samtali við RÚV að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. Greint hefur verið frá því að Davíð hafi skipt sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtalið um neyðarlán til Kaupþings. Hann þetta verið gert úr síma starfsmannsins sem var hljóðritaður, annað en sími Davíðs. Geir segir að hann leggist gegn birtingu símtalsins og leggur áherslu á að Seðlabankinn hafi borið ábyrgð á láninu, þó hann hafi talið það tilraunarinnar virði. Hann hafnar því jafnframt að hafa haft úrslitavald um 500 milljón evra lán Seðlabankans til Kaupþings þann 6. október 2008. Seðlabankinn hafi borið ábyrgðina.Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til bakaFjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita Kaupþingi lán. Í vitnisburði Sturlu segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir: „Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„DO hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“ Tengdar fréttir Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, segir að samtal hans og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, hafi ekki verið tekið upp með hans vitund og verði af þeim sökum ekki birt með sínu samþykki. Þetta segir Geir í samtali við RÚV þar sem fjallað er um vitnisburð framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum, Sturlu Pálssonar, sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Geir segir í samtali við RÚV að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. Greint hefur verið frá því að Davíð hafi skipt sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtalið um neyðarlán til Kaupþings. Hann þetta verið gert úr síma starfsmannsins sem var hljóðritaður, annað en sími Davíðs. Geir segir að hann leggist gegn birtingu símtalsins og leggur áherslu á að Seðlabankinn hafi borið ábyrgð á láninu, þó hann hafi talið það tilraunarinnar virði. Hann hafnar því jafnframt að hafa haft úrslitavald um 500 milljón evra lán Seðlabankans til Kaupþings þann 6. október 2008. Seðlabankinn hafi borið ábyrgðina.Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til bakaFjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita Kaupþingi lán. Í vitnisburði Sturlu segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir: „Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„DO hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“
Tengdar fréttir Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30