Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:35 Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar. vísir/gva Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira