Beethoven hljómaði nýr Jónas Sen skrifar 18. október 2016 11:45 Daníel hélt prýðilega um stjórnartaumana, segir í dómnum. Vísir/Anton Brink Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Magnus Lindberg og Beethoven. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Einleikari: Jack Liebeck. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 13. október Kona sem ég hitti í hléinu á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið sagði mér að henni hefði fundist hún vera komin út í geim í fyrsta verkinu á efnisskránni. Um var að ræða Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur. Hún hefur vakið athygli hvað eftir annað fyrir kjarnyrta tónlist. Verk hennar eru þó ekki auðveld áheyrnar; stemningin í þeim er yfirleitt framandi og annarsheimsleg. En handbragðið vekur aðdáun. Innra samhengið í músíkinni er einstaklega ánægjulegt að upplifa, hlutföllin þar eru ávallt sannfærandi. Tónhugmyndirnar eru settar fram af dirfsku og úrvinnsla þeirra er rökrétt, en þó oft óvænt. Hið síðastnefnda verður einmitt sagt um verkið nú. Það byggðist að miklu leyti á hljómum ofarlega á tónsviðinu. Áferðin var skær, en á sama tíma dularfull. Framvindan var hægferðug, en þó var hvergi dauður punktur í tónmálinu. Dulúðinni óx sífellt ásmegin og náði hámarki sínu þegar djúpir tónar urðu áberandi undir lokin, án þess þó að háu tónarnir gæfu nokkuð eftir. Það var sterkt augnablik. Annað nýlegt verk var flutt fyrir hlé, Fiðlukonsert nr. 1 eftir Magnus Lindberg. Tónlistin var viðamikil og margþætt, þar sem alls konar tilfinningar komu við sögu. Samt byggðist músíkin í rauninni á mjög einfaldri tónaröð. Hún var límið sem batt allt saman. Það virkaði, en ekki sakaði að einleikarinn, Jack Liebeck var frábær. Fiðluleikur hans var ákaflega lifandi, túlkunin var skemmtilega óheft og grípandi. Hröðustu tónahlaup voru fullkomlega af hendi leyst, laglínurnar fallega blátt áfram. Hljómsveitin spilaði líka af vandvirkni undir öruggri stjórn Daníels Bjarnasonar. Mismunandi hljóðfærahópar voru með allt sitt á hreinu. Samleikur sveitarinnar og einleikarans var snyrtilegur og pottþéttur. Eftir hlé var flutt þriðja sinfónía Beethovens. Hún gengur undir nafninu Eroica, eða Hetjuhljómkviðan á íslensku, upphaflega tileinkuð Napoleon Bonaparte. Ákafar vonir voru bundnar við Napoleon, en hann varð á endanum alveg jafn spilltur og þeir sem hann steypti af stóli. Beethoven varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar hann krýndi sig keisara, þvert á gefin loforð. Hann strikaði þá yfir tileinkun sinfóníunnar og skrifaði í staðinn á titilsíðuna: „Hetjuhljómkviða, samin í minningu mikilmennis.“ Hetjuleg er hún. Verkið var byltingarkennt, það var mun stærra og voldugra en nokkuð annað sambærilegt sem þá þekktist. Stefin eru ógleymanleg. Atburðarásin – hvernig melódíurnar þróast og nýjar taka við, stundum algerlega óvænt, og hvernig þráðurinn helst samt sem áður óslitinn í 50 mínútur – allt er þetta innblásin snilld. Daníel hélt prýðilega um stjórnartaumana, túlkun hans var flæðandi og eðlileg. Hún var þrungin sprengikrafti en þó tignarleg og stórbrotin. Leikur hljómsveitarinnar var markviss og glæsilegur. Hægi kaflinn, jarðarfararmarsinn, var grípandi í einfaldleika sínum. Hröðu kaflarnir voru jafnframt svo lifandi og ferskir að það var eins og maður væri að heyra tónlistina í fyrsta sinn.Niðurstaða: Flottar nýlegar tónsmíðar og Eroica Beethovens var dásamleg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. október 2016. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Magnus Lindberg og Beethoven. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Einleikari: Jack Liebeck. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 13. október Kona sem ég hitti í hléinu á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið sagði mér að henni hefði fundist hún vera komin út í geim í fyrsta verkinu á efnisskránni. Um var að ræða Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur. Hún hefur vakið athygli hvað eftir annað fyrir kjarnyrta tónlist. Verk hennar eru þó ekki auðveld áheyrnar; stemningin í þeim er yfirleitt framandi og annarsheimsleg. En handbragðið vekur aðdáun. Innra samhengið í músíkinni er einstaklega ánægjulegt að upplifa, hlutföllin þar eru ávallt sannfærandi. Tónhugmyndirnar eru settar fram af dirfsku og úrvinnsla þeirra er rökrétt, en þó oft óvænt. Hið síðastnefnda verður einmitt sagt um verkið nú. Það byggðist að miklu leyti á hljómum ofarlega á tónsviðinu. Áferðin var skær, en á sama tíma dularfull. Framvindan var hægferðug, en þó var hvergi dauður punktur í tónmálinu. Dulúðinni óx sífellt ásmegin og náði hámarki sínu þegar djúpir tónar urðu áberandi undir lokin, án þess þó að háu tónarnir gæfu nokkuð eftir. Það var sterkt augnablik. Annað nýlegt verk var flutt fyrir hlé, Fiðlukonsert nr. 1 eftir Magnus Lindberg. Tónlistin var viðamikil og margþætt, þar sem alls konar tilfinningar komu við sögu. Samt byggðist músíkin í rauninni á mjög einfaldri tónaröð. Hún var límið sem batt allt saman. Það virkaði, en ekki sakaði að einleikarinn, Jack Liebeck var frábær. Fiðluleikur hans var ákaflega lifandi, túlkunin var skemmtilega óheft og grípandi. Hröðustu tónahlaup voru fullkomlega af hendi leyst, laglínurnar fallega blátt áfram. Hljómsveitin spilaði líka af vandvirkni undir öruggri stjórn Daníels Bjarnasonar. Mismunandi hljóðfærahópar voru með allt sitt á hreinu. Samleikur sveitarinnar og einleikarans var snyrtilegur og pottþéttur. Eftir hlé var flutt þriðja sinfónía Beethovens. Hún gengur undir nafninu Eroica, eða Hetjuhljómkviðan á íslensku, upphaflega tileinkuð Napoleon Bonaparte. Ákafar vonir voru bundnar við Napoleon, en hann varð á endanum alveg jafn spilltur og þeir sem hann steypti af stóli. Beethoven varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar hann krýndi sig keisara, þvert á gefin loforð. Hann strikaði þá yfir tileinkun sinfóníunnar og skrifaði í staðinn á titilsíðuna: „Hetjuhljómkviða, samin í minningu mikilmennis.“ Hetjuleg er hún. Verkið var byltingarkennt, það var mun stærra og voldugra en nokkuð annað sambærilegt sem þá þekktist. Stefin eru ógleymanleg. Atburðarásin – hvernig melódíurnar þróast og nýjar taka við, stundum algerlega óvænt, og hvernig þráðurinn helst samt sem áður óslitinn í 50 mínútur – allt er þetta innblásin snilld. Daníel hélt prýðilega um stjórnartaumana, túlkun hans var flæðandi og eðlileg. Hún var þrungin sprengikrafti en þó tignarleg og stórbrotin. Leikur hljómsveitarinnar var markviss og glæsilegur. Hægi kaflinn, jarðarfararmarsinn, var grípandi í einfaldleika sínum. Hröðu kaflarnir voru jafnframt svo lifandi og ferskir að það var eins og maður væri að heyra tónlistina í fyrsta sinn.Niðurstaða: Flottar nýlegar tónsmíðar og Eroica Beethovens var dásamleg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. október 2016.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira