Veiðisumarið yfir meðallagi Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2016 09:05 Mynd: Lax-Á Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af veiðisumrinu sem verður líklega minnst sem stórlaxasumars. Það hafa líklega sjaldan eða aldrei veiðst jafn margir laxar yfir 100 sm á einu sumri og hvað þá jafn stór lax og 120 sm úr Laxá í Aðaldal sem var stærsti laxinn í sumar. Bráðabirgðaútreikningar á aflatölum sumarsins sýna að veiðin sé yfir meðalveiði og inná milli eru nokkrar veiðiár að eiga eitt af sínum bestu sumrum samanber Miðfjarðará. Smálaxagöngur voru heldur rýrar í sumar en veiðitölum var almennt haldið uppi á góðum stórlaxagöngum. Veiðinni lýkur í laxveiðiánum 20. október en það eru árnar þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Veitt er til 30. október í nokkrum ánum þar sem kastað er fyrir sjóbirting. Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2016 sýna að alls veiddust um 53.600 laxar. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 27% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng. Í tölum um heildarlaxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt). Laxveiðin sumarið 2016 fór almennt vel af stað var góð veiði af stórlaxi (laxi tvö ár í sjó). Smálaxagöngur sumarsins voru hinsvegar með minna móti og því dró víða úr veiði þegar líða tók á sumarið. Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Langskeggur er málið Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði
Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af veiðisumrinu sem verður líklega minnst sem stórlaxasumars. Það hafa líklega sjaldan eða aldrei veiðst jafn margir laxar yfir 100 sm á einu sumri og hvað þá jafn stór lax og 120 sm úr Laxá í Aðaldal sem var stærsti laxinn í sumar. Bráðabirgðaútreikningar á aflatölum sumarsins sýna að veiðin sé yfir meðalveiði og inná milli eru nokkrar veiðiár að eiga eitt af sínum bestu sumrum samanber Miðfjarðará. Smálaxagöngur voru heldur rýrar í sumar en veiðitölum var almennt haldið uppi á góðum stórlaxagöngum. Veiðinni lýkur í laxveiðiánum 20. október en það eru árnar þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Veitt er til 30. október í nokkrum ánum þar sem kastað er fyrir sjóbirting. Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2016 sýna að alls veiddust um 53.600 laxar. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 27% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng. Í tölum um heildarlaxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt). Laxveiðin sumarið 2016 fór almennt vel af stað var góð veiði af stórlaxi (laxi tvö ár í sjó). Smálaxagöngur sumarsins voru hinsvegar með minna móti og því dró víða úr veiði þegar líða tók á sumarið.
Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Langskeggur er málið Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði