Gutti, Gutti Óttar Guðmundsson skrifar 15. október 2016 07:00 Frægasta barnakvæði liðinnar aldar voru Guttavísur eftir Stefán Jónsson. Þær fjölluðu um hrakfallabálkinn Gutta sem aldrei hlýddi foreldrum sínum, reif nýja jakkann sinn og datt beint á nefið. Mamma hans Gutta ákallaði almættið yfir þeirri mæðu að eiga svona börn. Gutti var dæmigert barn sem fór sínar eigin leiðir og kannaði heiminn á eigin forsendum. Hann var reyndar lítið frábrugðinn öllum hinum því að líf barna einkenndist af allt of mikilli athafnasemi og frjálsræði. En nú er öldin önnur. Síminn og spjaldtölvan hafa blessunarlega tekið við uppeldi barnanna. Í öllum stórmörkuðum má sjá börn í kerrum og vögnum, starandi alsæl á æpadd-skjáinn meðan mamma og pabbi geta verslað í friði. Heima fyrir þurfa börnin ekki að láta sér leiðast. Þau geta setið fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna fleiri klukkustundir á dag og notið barnaefnis og spennandi tölvuleikja. Þau þurfa ekkert að reyna á litla kollinn sinn því að þau eru viðtakendur upplýsinga eða áreitis án nokkurrar eigin þátttöku. Eldri börn geta unað sér við hvert myndbandið á fætur öðru á Youtube og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af líðandi stund. Enginn þarf að óttast fótboltameiðsl því að börnin eyða meiri tíma í fótboltaleikjum á tölvunni en nokkru sinni á vellinum sjálfum. Barnið verður altalandi á enska tungu sem verður tamari en móðurmálið. Foreldrar þurfa ekki að pirrast á barnsgráti og væli því að tölvan er besti huggari sem völ er á. Þetta er stórkostlegasta tilraun í barnauppeldi í sögu þjóðarinnar. Er enskumælandi tölva betri uppalandi en foreldrar og afi og amma? Nú er bara að sjá hvernig til tekst en svör fáum við ekki fyrr en eftir 20 til 30 ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun
Frægasta barnakvæði liðinnar aldar voru Guttavísur eftir Stefán Jónsson. Þær fjölluðu um hrakfallabálkinn Gutta sem aldrei hlýddi foreldrum sínum, reif nýja jakkann sinn og datt beint á nefið. Mamma hans Gutta ákallaði almættið yfir þeirri mæðu að eiga svona börn. Gutti var dæmigert barn sem fór sínar eigin leiðir og kannaði heiminn á eigin forsendum. Hann var reyndar lítið frábrugðinn öllum hinum því að líf barna einkenndist af allt of mikilli athafnasemi og frjálsræði. En nú er öldin önnur. Síminn og spjaldtölvan hafa blessunarlega tekið við uppeldi barnanna. Í öllum stórmörkuðum má sjá börn í kerrum og vögnum, starandi alsæl á æpadd-skjáinn meðan mamma og pabbi geta verslað í friði. Heima fyrir þurfa börnin ekki að láta sér leiðast. Þau geta setið fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna fleiri klukkustundir á dag og notið barnaefnis og spennandi tölvuleikja. Þau þurfa ekkert að reyna á litla kollinn sinn því að þau eru viðtakendur upplýsinga eða áreitis án nokkurrar eigin þátttöku. Eldri börn geta unað sér við hvert myndbandið á fætur öðru á Youtube og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af líðandi stund. Enginn þarf að óttast fótboltameiðsl því að börnin eyða meiri tíma í fótboltaleikjum á tölvunni en nokkru sinni á vellinum sjálfum. Barnið verður altalandi á enska tungu sem verður tamari en móðurmálið. Foreldrar þurfa ekki að pirrast á barnsgráti og væli því að tölvan er besti huggari sem völ er á. Þetta er stórkostlegasta tilraun í barnauppeldi í sögu þjóðarinnar. Er enskumælandi tölva betri uppalandi en foreldrar og afi og amma? Nú er bara að sjá hvernig til tekst en svör fáum við ekki fyrr en eftir 20 til 30 ár.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun