Það sem líkami minn er ekki Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2016 00:00 Ég er kona. Ég er með brjóst og píku og leg. Og ýmislegt annað! T.d. hendur og fætur. Og starfandi heila. Og í ljósi ofantalinna þátta finn ég sjálfa mig knúna til að leiðrétta örlítinn misskilning. Líkami minn er ekki útungunarverksmiðja. Meginhlutverk mitt í lífinu er ekki framleiðsla á karlkyns hvítvoðungum, tilvonandi snillingum framtíðarinnar. Ég á að fá að ráða því sjálf hvort ég sé tilbúin til þess að ganga með og ala upp næsta Abraham Lincoln. Líkami minn er ekki einhvers konar almenningseign eða tæki til valdeflingar handa öðrum. Enginn, alls óháð fjárhagsstöðu og stórbokkaháttum, má snerta eða klípa eða „grípa í“ líkamspart í minni eigu nema ég gefi til þess leyfi. Líkami minn er heldur ekki allt sem ég er, í honum kristallast ekki það sem ég hef fram að færa. Ég á ekki að þurfa að keppast við að sníða líkama minn eftir ósnertanlegum fegurðarstöðlum og gjaldgengi mitt í samfélagi manna á ekki að byggjast á því hversu vel mér tekst upp. Við erum samt alltaf að setja fram skilgreiningar á líkömum kvenna. Fastmótaðar skilgreiningar á því hvaða líkamar eru fallegir og hverjir ekki. Lögfestar skilgreiningar á því hvað konur mega gera við líkama sína og hvað ekki. Og oft eru skilgreiningasmiðirnir ekki einu sinni konurnar sjálfar. Við nánari umhugsun er þetta kannski meira en örlítill misskilningur. Þetta er kannski ógeðsleg og rótgróin meinsemd. Væri ekki kjörið að uppræta hana?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ég er kona. Ég er með brjóst og píku og leg. Og ýmislegt annað! T.d. hendur og fætur. Og starfandi heila. Og í ljósi ofantalinna þátta finn ég sjálfa mig knúna til að leiðrétta örlítinn misskilning. Líkami minn er ekki útungunarverksmiðja. Meginhlutverk mitt í lífinu er ekki framleiðsla á karlkyns hvítvoðungum, tilvonandi snillingum framtíðarinnar. Ég á að fá að ráða því sjálf hvort ég sé tilbúin til þess að ganga með og ala upp næsta Abraham Lincoln. Líkami minn er ekki einhvers konar almenningseign eða tæki til valdeflingar handa öðrum. Enginn, alls óháð fjárhagsstöðu og stórbokkaháttum, má snerta eða klípa eða „grípa í“ líkamspart í minni eigu nema ég gefi til þess leyfi. Líkami minn er heldur ekki allt sem ég er, í honum kristallast ekki það sem ég hef fram að færa. Ég á ekki að þurfa að keppast við að sníða líkama minn eftir ósnertanlegum fegurðarstöðlum og gjaldgengi mitt í samfélagi manna á ekki að byggjast á því hversu vel mér tekst upp. Við erum samt alltaf að setja fram skilgreiningar á líkömum kvenna. Fastmótaðar skilgreiningar á því hvaða líkamar eru fallegir og hverjir ekki. Lögfestar skilgreiningar á því hvað konur mega gera við líkama sína og hvað ekki. Og oft eru skilgreiningasmiðirnir ekki einu sinni konurnar sjálfar. Við nánari umhugsun er þetta kannski meira en örlítill misskilningur. Þetta er kannski ógeðsleg og rótgróin meinsemd. Væri ekki kjörið að uppræta hana?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun