Innlent

Alþýðufylkingin hástökkvari krakkakosninganna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, á kjörstað í morgun.
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, á kjörstað í morgun. Vísir/Þórhildur
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis á meðal þeirra barna sem tóku þátt í svokölluðum krakkakosningum. Úrslit kosninganna birtust í útsendingu RÚV en flokkurinn fær 24,3 prósent atkvæða og 21 þingmann.

Fast á hæla Sjálfstæðisflokks koma Píratar með 15,1 prósent, 11 þingmenn, og Alþýðufylkingin sem fær 13,5 prósent atkvæða og tíu þingmenn.

Samfylkingin dettur hins vegar niður fyrir fimm prósenta þröskuldinn og fær þrjú prósent atkvæða. Það gera Viðreisn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins og Húmanistaflokkurinn einnig.

Björt framtíð fær 8,6 prósent og 6 þingmenn, Framsókn 6,1 prósent og 4 þingmenn, Dögun 6,1 prósent og 4 þingmenn og Vinstri græn 10,5 prósent og sjö þingmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×