Dag skal að kveldi lofa Óttar Guðmundsson skrifar 29. október 2016 07:00 Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun