Mikil ásókn erlendra veiðimanna í íslenska laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2016 12:16 Þrátt fyrir að laxveiðitímabilinu sé nú lokið eru veiðimenn nú þegar farnir að bóka fyrir næsta tímabil og það lítur út fyrir að bókanir séu síst minni en á liðnu sumri. Þrátt fyrir að sumarið hafi ekki verið jafn gott og væntingar stóðu til þá verður að hafa í huga að sumarið á undan var metár. Sumarið 2016 var aftur á móti ekki eins slæmt og margir hafa haldið fram og því má auðveldlega leggja til stuðnings samantekt á veiðitölum en í fljótu bragði, athugið að ekki eru allar tölur komnar, er þetta sumar um 12% yfir meðalári þegar bornar eru saman veiðitölur frá 1974. Þessa dagana eru veiðimenn þegar farnir að bóka sína daga fyrir komandi sumar og sýnt að flestir sem eiga fasta daga í sínum ám halda þeim. Það er mikið að gera hjá leigutökum laxveiðiánna núna við að pússla saman bókunum og reyna að verða við óskum nýrra kúnna en eftirspurn erlendra veiðimanna hefur sjaldan verið jafn mikil. Þrátt fyrir að breska pundið sé búið að lækka mikið þá er ekki að sjá að það sé að hafa nein áhrif á breska veiðimenn en samkvæmt því sem leigutakar segja eru varla nokkrar afbókanir. Eina staðfesta afbókunin sem við höfum heyrt af er frá breskum veiðimönnum sem hafa veitt á Íslandi í 30 ár og treysta sér ekki í annað veiðisumar vegna aldurs en meðalaldur þessa hóps er 82 ára. Það er þess vegna að verða svolítið kapp milli íslenskra veiðimanna og erlendra eftir dögum í laxveiði á komandi sumri og það er þess vegna nauðsynlegt að ýta aðeins við þeim sem eru ekki ennþá búnir að tryggja sér daga. Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði
Þrátt fyrir að laxveiðitímabilinu sé nú lokið eru veiðimenn nú þegar farnir að bóka fyrir næsta tímabil og það lítur út fyrir að bókanir séu síst minni en á liðnu sumri. Þrátt fyrir að sumarið hafi ekki verið jafn gott og væntingar stóðu til þá verður að hafa í huga að sumarið á undan var metár. Sumarið 2016 var aftur á móti ekki eins slæmt og margir hafa haldið fram og því má auðveldlega leggja til stuðnings samantekt á veiðitölum en í fljótu bragði, athugið að ekki eru allar tölur komnar, er þetta sumar um 12% yfir meðalári þegar bornar eru saman veiðitölur frá 1974. Þessa dagana eru veiðimenn þegar farnir að bóka sína daga fyrir komandi sumar og sýnt að flestir sem eiga fasta daga í sínum ám halda þeim. Það er mikið að gera hjá leigutökum laxveiðiánna núna við að pússla saman bókunum og reyna að verða við óskum nýrra kúnna en eftirspurn erlendra veiðimanna hefur sjaldan verið jafn mikil. Þrátt fyrir að breska pundið sé búið að lækka mikið þá er ekki að sjá að það sé að hafa nein áhrif á breska veiðimenn en samkvæmt því sem leigutakar segja eru varla nokkrar afbókanir. Eina staðfesta afbókunin sem við höfum heyrt af er frá breskum veiðimönnum sem hafa veitt á Íslandi í 30 ár og treysta sér ekki í annað veiðisumar vegna aldurs en meðalaldur þessa hóps er 82 ára. Það er þess vegna að verða svolítið kapp milli íslenskra veiðimanna og erlendra eftir dögum í laxveiði á komandi sumri og það er þess vegna nauðsynlegt að ýta aðeins við þeim sem eru ekki ennþá búnir að tryggja sér daga.
Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði