Ný og hættuleg tegund netárása Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 21:00 Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“ Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“
Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07