Viðreisn vill ekki taka þátt í „gamaldags dilkadrætti“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2016 17:58 Frá stofnfundi Viðreisnar. Viðreisn hafnar því sem flokkurinn kallar „gamaldags dilkadrætti“ og segist tilbúinn til að vinna með öllum flokkum að mögulegri stjórnarmyndun í kjölfar kosninga. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn vilji að kjósendur eigi kost á frjálslyndri stjórn „sem getur dregið fram það besta á andstæðum vængjum stjórnmálanna“. Í tilkynningunni segir að vangaveltur um mögulegt stjórnarmynstur hafi verið fyrirferðarmiklar á síðustu dögum og útgangspunkturinn hafi gjarnan verið sá að stilla flokkum upp í andstæðar fylkingar. „Viðreisn hefur ekki viljað taka þátt í slíkum gamaldags dilkadrætti, en leggur áherslu á að ná samstöðu um málefni til þess að endurbyggja traust almennings á stjórnmálum. Í því ljósi er rétt að árétta að Viðreisn er tilbúin að vinna með öllum flokkum, allt frá Sjálfstæðisflokki til Vinstri grænna og þeim flokkum þar á milli sem vilja vinna að frjálslyndri stefnu og pólitísku jafnvæg,“segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að rétt sé að kjósendur fái tækifæri til þess að meta málefnalega afstöðu allra flokka og ákvarða vægi ólíkra sjónarmiða í stjórn landsins. „Við teljum að íslenskt samfélag þarfnist stöðugleika á sviði stjórnmálanna, á vinnumarkaði og í efnahagsmálum. Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögra ára fresti og kjósa öfganna milli heldur að kjósa það afl sem stendur fyrir raunhæfar langtímalausnir en ekki kollsteypustjórnmál. Við viljum byggja á því sem vel hefur verið gert en þorum að horfast í augu við áskoranir nýrra tíma og viljum leiða mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi.“ Viðreisn hefur því boðað til blaðamannafundar á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Viðreisn hafnar því sem flokkurinn kallar „gamaldags dilkadrætti“ og segist tilbúinn til að vinna með öllum flokkum að mögulegri stjórnarmyndun í kjölfar kosninga. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn vilji að kjósendur eigi kost á frjálslyndri stjórn „sem getur dregið fram það besta á andstæðum vængjum stjórnmálanna“. Í tilkynningunni segir að vangaveltur um mögulegt stjórnarmynstur hafi verið fyrirferðarmiklar á síðustu dögum og útgangspunkturinn hafi gjarnan verið sá að stilla flokkum upp í andstæðar fylkingar. „Viðreisn hefur ekki viljað taka þátt í slíkum gamaldags dilkadrætti, en leggur áherslu á að ná samstöðu um málefni til þess að endurbyggja traust almennings á stjórnmálum. Í því ljósi er rétt að árétta að Viðreisn er tilbúin að vinna með öllum flokkum, allt frá Sjálfstæðisflokki til Vinstri grænna og þeim flokkum þar á milli sem vilja vinna að frjálslyndri stefnu og pólitísku jafnvæg,“segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að rétt sé að kjósendur fái tækifæri til þess að meta málefnalega afstöðu allra flokka og ákvarða vægi ólíkra sjónarmiða í stjórn landsins. „Við teljum að íslenskt samfélag þarfnist stöðugleika á sviði stjórnmálanna, á vinnumarkaði og í efnahagsmálum. Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögra ára fresti og kjósa öfganna milli heldur að kjósa það afl sem stendur fyrir raunhæfar langtímalausnir en ekki kollsteypustjórnmál. Við viljum byggja á því sem vel hefur verið gert en þorum að horfast í augu við áskoranir nýrra tíma og viljum leiða mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi.“ Viðreisn hefur því boðað til blaðamannafundar á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira