Ákvarðanir í stöðu án fordæma Hafliði Helgason skrifar 21. október 2016 07:00 Mánudaginn 6. október 2008 stóð þjóðin á öndinni þegar þáverandi forsætisráðherra staðfesti að fjármálakerfið væri að þrotum komið, tilkynnti setningu neyðarlaga og bað guð að blessa Ísland. Þeir sem vel höfðu fylgst með fjármálakerfinu höfðu lengi borið þennan ótta í brjósti. Stöku sinnum, kannski mest til að halda sönsum, töldu menn sér trú um að þetta myndi reddast. Síðan tók svartnættið við að nýju. Vandinn í kerfinu hlóðst upp og stærð bankakerfisins í hlutfalli við hagkerfið gerði það að verkum að allt virtist undir í því risastóra veðmáli sem tekið hafði verið á miklum uppgangstímum. Það var við þessar aðstæður að umtalað símtal milli Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde fór fram 6. október 2008 og Fréttablaðið fjallaði um í gær. Eftir fljótræðislega yfirtöku ríkisins á Glitni 29. september gjaldféllu skuldabréf bankanna við lækkun lánshæfismats ríkisins og lausafé þeirra hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þegar fólk stendur frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum og taka þarf skjótar ákvarðanir er líklegt að margar þeirra muni reynast rangar. Sú var auðvitað raunin ekki bara síðustu dagana fyrir hrun fjármálakerfisins heldur síðustu mánuðina þegar þeir sem fremst fóru stóðu frammi fyrir vali tómra vondra kosta. Ef sanngirni er gætt verður að skoða viðbrögð manna í því ljósi. Fram kemur í vitnisburði Sturlu Pálssonar, starfsmanns Seðlabankans, þar sem vitnað er beint í samtal Davíðs og Geirs að hugmyndin á þeim punkti hafi verið að flytja innistæður í einn banka og reyna að bjarga honum. Markmiðið með því var að halda greiðslukerfi landsins gangandi. Það var til nokkurs að vinna í þeim efnum. Ef greiðslukerfið stoppaði væri Ísland einangrað frá umheiminum í öllu viðskiptalegu tilliti. Slíkt hefði getað valdið margföldu tjóni þess sem varð. Þessi tilraun mistókst og á næstu dögum vann Fjármálaeftirlitið þrekvirki í því að halda greiðslumiðlun gangandi þrátt fyrir að allir bankar landsins væru gjaldþrota. Nú hefur birst bútur úr símtali Davíðs og Geirs, en heildarsamtalið hefur ekki komið fyrir augu almennings. Úr því sem komið er ættu hlutaðeigandi að gera það opinbert, enda þótt skiljanlegt sé að fyrrverandi forsætisráðherra sé ósáttur við upptöku að sér forspurðum. Fyrir liggur að hvað sem þáverandi seðlabankastjóra fannst, þá leiddi hann sjálfstæðan Seðlabanka og ábyrgðin hans. Birting samtalsins væri liður í því að fá skýrari mynd af því sem gerðist þessa örlagaríku daga, þó ekki væri til annars en að draga lærdóm af því.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Mánudaginn 6. október 2008 stóð þjóðin á öndinni þegar þáverandi forsætisráðherra staðfesti að fjármálakerfið væri að þrotum komið, tilkynnti setningu neyðarlaga og bað guð að blessa Ísland. Þeir sem vel höfðu fylgst með fjármálakerfinu höfðu lengi borið þennan ótta í brjósti. Stöku sinnum, kannski mest til að halda sönsum, töldu menn sér trú um að þetta myndi reddast. Síðan tók svartnættið við að nýju. Vandinn í kerfinu hlóðst upp og stærð bankakerfisins í hlutfalli við hagkerfið gerði það að verkum að allt virtist undir í því risastóra veðmáli sem tekið hafði verið á miklum uppgangstímum. Það var við þessar aðstæður að umtalað símtal milli Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde fór fram 6. október 2008 og Fréttablaðið fjallaði um í gær. Eftir fljótræðislega yfirtöku ríkisins á Glitni 29. september gjaldféllu skuldabréf bankanna við lækkun lánshæfismats ríkisins og lausafé þeirra hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þegar fólk stendur frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum og taka þarf skjótar ákvarðanir er líklegt að margar þeirra muni reynast rangar. Sú var auðvitað raunin ekki bara síðustu dagana fyrir hrun fjármálakerfisins heldur síðustu mánuðina þegar þeir sem fremst fóru stóðu frammi fyrir vali tómra vondra kosta. Ef sanngirni er gætt verður að skoða viðbrögð manna í því ljósi. Fram kemur í vitnisburði Sturlu Pálssonar, starfsmanns Seðlabankans, þar sem vitnað er beint í samtal Davíðs og Geirs að hugmyndin á þeim punkti hafi verið að flytja innistæður í einn banka og reyna að bjarga honum. Markmiðið með því var að halda greiðslukerfi landsins gangandi. Það var til nokkurs að vinna í þeim efnum. Ef greiðslukerfið stoppaði væri Ísland einangrað frá umheiminum í öllu viðskiptalegu tilliti. Slíkt hefði getað valdið margföldu tjóni þess sem varð. Þessi tilraun mistókst og á næstu dögum vann Fjármálaeftirlitið þrekvirki í því að halda greiðslumiðlun gangandi þrátt fyrir að allir bankar landsins væru gjaldþrota. Nú hefur birst bútur úr símtali Davíðs og Geirs, en heildarsamtalið hefur ekki komið fyrir augu almennings. Úr því sem komið er ættu hlutaðeigandi að gera það opinbert, enda þótt skiljanlegt sé að fyrrverandi forsætisráðherra sé ósáttur við upptöku að sér forspurðum. Fyrir liggur að hvað sem þáverandi seðlabankastjóra fannst, þá leiddi hann sjálfstæðan Seðlabanka og ábyrgðin hans. Birting samtalsins væri liður í því að fá skýrari mynd af því sem gerðist þessa örlagaríku daga, þó ekki væri til annars en að draga lærdóm af því.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun