Handbolti

Vignir í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vignir hefur skorað 28 mörk í níu deildarleikjum á þessu tímabili.
Vignir hefur skorað 28 mörk í níu deildarleikjum á þessu tímabili. vísir/stefán
Vignir Svavarsson var valinn í lið 8. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fyrir frammistöðu sína í leik Team Tvis Holstebro og Skanderborg í gær.

Vignir skoraði átta mörk úr tíu skotum og gaf tvær stoðsendingar. Línumaðurinn öflugi kom því með beinum hætti að tíu af 23 mörkum Holstebro í leiknum.

Þessi frammistaða Vignis dugði Holstebro þó ekki til sigurs en leiknum lyktaði með jafntefli, 23-23. Holstebro er í 4. sæti deildarinnar með 11 stig, þremur stigum á eftir toppliði Aalborg.

Vignir, sem er 36 ára, var ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 í þessari viku en landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson ákvað frekar að veðja á Arnar Frey Arnarsson, línumann Kristianstad.

Geir tók það þó fram að landsliðsferli Vignis væri ekki lokið og hann gæti átt afturkvæmt í landsliðið. Vignir hefur alls leikið 232 landsleiki og skorað 262 mörk.

Vignir gekk til liðs við Holstebro frá Midtjylland fyrir þetta tímabil. Hann hefur skorað 28 mörk í níu deildarleikjum í vetur.


Tengdar fréttir

Vignir minnti á sig með átta mörkum

Vignir Svavarsson skoraði átta mörk og var langmarkahæstur í liði Team Tvis Holstebro sem gerði 23-23 jafntefli við Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×