Kleinuhringjaspáin sló öllum könnunum við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2016 13:30 Fjölmargir vörðu nóttinni fyrir utan Dunkin Donuts þegar fyrsti staðurinn var opnaður á Laugavegi. Þeir fengu ársbirgðir fyrir biðina og því ólíklegt að þeir hafi verið gestir staðarins í vikunni. vísir/pjetur Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina. Kosningar 2016 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Nú þegar úrslitin í kosningum til Alþingis eru ljós er fróðlegt að bera niðurstöðuna saman við kannanir sem birtust í fjölmiðlum vikurnar fyrir stóra daginn, laugardaginn 29. október þegar landsmenn gengu til kosninga. Í ljós kemur að niðurstöður kosninganna voru því sem næst á pari við kaup á kleinuhringjum í litum flokkanna vikuna fyrir kosningar. Í þremur flokkum af sjö var „kleinuhringjaspáin“ betri en spá Gallup, fréttastofu 365, MMR og Félagsvísindastofnunar. „Spá“ Dunkin' Donuts sem byggði á sölu kleinuhringja með merkjum flokkanna. Langnæst í tilfelli XD Fréttastofa 365 birti könnun fimmtudaginn 27. október um fylgi flokka og hið sama gerði Gallup, MMR og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 28. október. Kannanirnar voru heilt yfir á svipuðum nótum og munurinn á einstökum flokkum milli kannana á bilinu eitt til þrjú prósent. Kleinuhringjafyrirtækið Dunkin’ Donuts seldi kleinuhringi með merkjum allra flokka sem voru í framboði til Alþingis síðustu dagana fyrir kosningar. Fyrirtækið tók saman sölutölur fyrir hringina og birti föstudaginn 28. október. Tölurnar voru nokkuð nærri lagi þeim sem birtust í fyrrnefndum könnunum. Hins vegar, nú þegar niðurstaða er ljós, kemur á daginn að neytendum Dunkin’ Donuts tókst enn betur upp að spá fyrir um úrslitin en fyrrnefndum könnunum. Neytendur Dunkin’ voru í sérflokki þegar kom að því að spá fyrir um gengi Sjálfstæðisflokksins en þar munaði aðeins einu prósenti. Neytendur spáðu XD 28% fylgi en flokkurinn fékk 29%. Umræddir kleinuhringir. Á annað þúsund kleinuhringir Kaupendur kleinuhringja voru líka næst úrslitunum í tilfelli Bjartrar framtíðar með 7% spá en flokkurinn fékk 7,2%. Pírötum var spáð 18% en flokkurinn fékk 14,5%. Aðrar kannanir spáðu Pírötum enn meira fylgi nema Gallup sem spáði 17,9% fylgi. Dunkin’ Donuts fólkið var líka næst lagi í tilfelli Vinstri Grænna sem fengu 15,9% en kleinuhringjaspáin hljóðaði upp á 16%. Í tilfelli fjögurra flokka af sjö höfðu viðskiptavinir Dunkin' Donuts betur. Sigurður Karlsson hjá Dunkin’ Donuts segir í samtali við Vísi að „spá“ þeirra hafi verið til gamans gerð. Hún miði við sölu á vel á annað þúsund kleinuhring kleinuhringjum en Sigurður muni ekki nákvæma sölutölu í svipinn. Þó verði að taka með í reikninginn að kleinuhringir stóru flokkanna sjö, ef svo má að orði komast, fóru í sölu á mánudegi og minni flokkanna á þriðjudeginum. Sala fór fram í fimm útibúum. Að neðan má sjá samanburð á síðustu spám í könnunum, „spá“ Dunkin’ Donuts og svo niðurstöðunni um helgina.
Kosningar 2016 Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Hræddur við að deyja aftur í svefni „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira