Nordic Playlist á Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2016 14:00 Iceland Airwaves hefst á miðvikudaginn. Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna. Airwaves Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira
Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. Þeir listamenn eru Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison. Nordic Playlist kappkostar að sýna þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í tónlist. Þórunn Antonía mun vinna að video dagbók með Nordic Playlist vefsíðunni þar sem hún greinir frá því helsta sem vekur athygli og rýnir sérstaklega í hvaða norrænu tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves. Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem einblínir á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Síðan var sett á laggirnar í janúar 2014 með stuðningi formennskuverkefnisins hjá Norrænu ráðherranefndinni sem Íslendingar voru þá í forvari fyrir. Nordic Playlist hefur laðað til sín margt af þekktasta tónlistarfólki Norðurlanda sem hefur sett saman spilunarlista þar sem þeir beina athygli sinni að uppáhalds tónlistinni sinni. Síðan þykir nú á meðal þeirra tónlistarfjölmiðla sem bókarar á hátíðum eins og Hróaskeldu og ritstjórar stórra spilunarlista horfa einna helst á til að fylgjast með straumum og stefnum í norrænni tónlist. Þar fyrir utan birtist vikulega uppfærður topp 10 listi frá hverju landi og fréttir af því sem er að gerast í norrænni tónlist. Vefsíðan, www.nordicplaylist.com, var sett á laggirnar í janúar 2014 til að vinna að útbreiðslu norrænnar tónlistar í stafrænu umhverfi. Verkefnið er stutt af Norrænu ráðherranefndinni og var eitt af formennskuverkefnum Íslendinga árið 2014. Spilunarlistinn er þróaður af NOMEX sem er norrænn samstarfsvettvangur ÚTÓN og systurskrifstofanna fjögurra á Norðurlöndum. Vefsíðan hefur að leiðarljósi að skapa aðgang að því sem er helst að gerast svo auðvelt sé að finna upplýsingar á einum stað. „Norðurlöndin eru þekkt fyrir mikið og gott tónlistarlíf og margir af listamönnum okkar skara framúr á heimsvísu. Nordic Playlist er fyrsta síðan sem hefur það hlutverk að kynna þessa listamenn og um leið að varpa ljósi á þá sem eru að byrja að geta sér gott orð. Þetta er fyrsta vefsíða sinnar tegundar og gagngert sett upp til að auðvelda aðgang Norðurlandabúa að tónlist nágranna sinna og um leið að sinna þeim áhuga sem er alþjóðlega á Norrænni tónlist,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX, sem þróað hefur Nordic Playlist síðuna.
Airwaves Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira