Handbolti

Notast við myndbandstækni á HM í handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anton og Jónas hafa ekki góða reynslu af myndbandstækninni eins og sjá má í frétt hér að neðan. Þeir verða væntanlega í eldlínunni í Frakklandi.
Anton og Jónas hafa ekki góða reynslu af myndbandstækninni eins og sjá má í frétt hér að neðan. Þeir verða væntanlega í eldlínunni í Frakklandi. vísir/stefán
Það verða nýjungar á HM í handbolta karla í Frakklandi í janúar.

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur ákveðið að notast við myndbandstækni á mótinu í hinum ýmsu málum.

Sjá einnig: Anton og Jónas sendir heim

Meðal annars verður stuðst við myndbandstækni til að skera úr um hvort boltinn fór inn fyrir línuna eður ei. Einnig verður hægt að leiðrétta ef rangur maður fær að líta rauða spjaldið.

Einnig ef eitthvað gerist sem dómarar misstu af og til að meta hvort rétt sé að reka mann af velli ef hann skýtur í höfuð markvarðar í vítakasti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×