Handbolti

Vignir minnti á sig með átta mörkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vignir var með átta mörk og 80% skotnýtingu.
Vignir var með átta mörk og 80% skotnýtingu. vísir/valli
Vignir Svavarsson skoraði átta mörk og var langmarkahæstur í liði Team Tvis Holstebro sem gerði 23-23 jafntefli við Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Vignir var ekki valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en línumaðurinn sýndi styrk sinn í dag og minnti hressilega á sig.

Vignir skoraði átta mörk úr 10 skotum og gaf auk þess tvær stoðsendingar. Egill Magnússon lék ekki með Holstebro í dag.

Þetta var fyrsta jafntefli Holstebro á tímabilinu en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 11 stig, þremur stigum á eftir toppliði Aalborg sem Aron Kristjánsson stýrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×