Handbolti

Landsliðsstrákarnir töpuðu aftur í fyrsta leiknum eftir heimkomuna frá Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/EPA
Fimm leikja sigurganga Kristianstad í sænska handboltanum lauk í kvöld þegar liðið tapaði í toppslag á móti Alingsås.

Alingsås, sem var í þriðja sæti fyrir leikinn, vann sex marka sigur á toppliðinu, 30-24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik.

Þrír íslenskir landsliðsmenn leika með liði Kristianstad en þeir voru allir með íslenska liðinu í tapinu í Úkraínu í undankeppni EM um síðustu helgi.

Kristianstad hafði ekki tapað í sænsku deildinni síðan í september og var á toppnum fyrir leiki þessarar umferðar.

Ólafur Guðmundsson var markahæstur hjá Kristianstad með 5 mörk, Arnar Freyr Arnarsson skoraði 3 mörk en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað.

Ólafur nýtti 5 af 12 skotum og átti einnig 3 stoðsendingar. Arnar Freyr nýtti 3 af 5 skotum sínum og tapaði 3 boltum. Gunnar Steinn tók ekki skot en tapaði einum bolta.

Magnús Óli Magnússon skoraði eitt mark þegar Ricoh HK tapaði með níu mörkum á heimavelli á móti Eskilstuna Guif, 34-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×