Öllu ægði saman Jónas Sen skrifar 8. nóvember 2016 12:00 Frá tónleikunum Bedroom Community með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Crash Ensemble á Airwaves. Tónlist Sinfóníutónleikar Bedroom Community með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Crash Ensemble á Airwaves. Stjórnandi: André de Ridder. Eldborg í Hörpu Bedroom Community er nafnið á tónlistarútgáfufyrirtæki og samfélagi sem var stofnað fyrir tíu árum síðan. Valgeir Sigurðsson, Nico Muhly og Ben Frost voru forsprakkarnir, en síðar bættust fleiri í hópinn. Liðsmennirnir eru býsna ólíkir, þar eru þjóðlagasöngvarar, sveimtónlistarmenn og „akademískir“ tónsmiðir sem virðast eiga fátt sameiginlegt. Þetta var helsti gallinn við tónleika hópsins með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Airwaves, sem haldnir voru í Eldborg í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir voru ansi langir, um tveir og hálfur tími með hléi. Þar ægði öllu saman. Vissulega voru góðar tónsmíðar innan um, en heildarmyndin var hálfgerður óskapnaður. Dagskráin samanstóð af tólf atriðum. Óttaleg langloka væri að gera grein fyrir hverju og einu hér. Þarna var t.d. þjóðlagatónlist, einnig sveimtónlist. Kyrrstaða er ríkjandi í slíkri músík; stemningin ræður öllu. Maður náði þó aldrei að gefa sig henni á vald á tónleikunum, því inn á milli var of mikið af verkum þar sem allt önnur lögmál ríktu. Tónlist Valgeirs Sigurðssonar og Bens Frost var t.d. hugljúf og seiðandi. En hún naut sín ekki við hliðina á djörfum og leitandi, allt að því manískum verkum Nicos Muhly, sem voru samt athyglisverð í sjálfum sér. Þau byrjuðu nánast eins og einhver nýklassík, en svo komu furðulega langir kaflar með einhverju óvæntu og handahófskenndu sem virtist ekki vera í neinum takti við fyrri tóna. Það var eins og Muhly væri að gefa reglum og rútínum í alvarlegri tónsköpun langt nef. Útkoman var ærslafull, oft hreinlega fyndin og ávallt skemmtileg, en átti ekki heima innan um allt hitt. Það hefði líka getað verið gaman að Emergence eftir Daníel Bjarnason, mjög dökkri tónsmíð með spennandi framvindu og kraftmiklum hápunktum. En hún sómdi sér ekki hjá einfaldri þjóðlagatónlist Sam Amidon sem var næst á undan. Í samanburðinum jaðraði hún við að vera fáránleg – og öfugt. Flutningur tónlistarinnar var þó heilt yfir ágætur. Hann var í höndunum á Crash Ensemble frá Írlandi, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleirum. Einleikarar komu við sögu sem stóðu sig prýðilega og stjórnandinn André de Ridder var með allt á hreinu. Bæði Sinfónían og Crash Ensemble voru fagmannleg og örugg á sínu, en það var ekki nóg. Hugsa hefði átt dagskrána miklu betur, skera niður og gefa einstökum þáttum mun meira vægi. Niðurstaða: Góð verk, en ekkert passaði saman á illa ígrundaðri dagskránni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Bedroom Community með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Crash Ensemble á Airwaves. Stjórnandi: André de Ridder. Eldborg í Hörpu Bedroom Community er nafnið á tónlistarútgáfufyrirtæki og samfélagi sem var stofnað fyrir tíu árum síðan. Valgeir Sigurðsson, Nico Muhly og Ben Frost voru forsprakkarnir, en síðar bættust fleiri í hópinn. Liðsmennirnir eru býsna ólíkir, þar eru þjóðlagasöngvarar, sveimtónlistarmenn og „akademískir“ tónsmiðir sem virðast eiga fátt sameiginlegt. Þetta var helsti gallinn við tónleika hópsins með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Airwaves, sem haldnir voru í Eldborg í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir voru ansi langir, um tveir og hálfur tími með hléi. Þar ægði öllu saman. Vissulega voru góðar tónsmíðar innan um, en heildarmyndin var hálfgerður óskapnaður. Dagskráin samanstóð af tólf atriðum. Óttaleg langloka væri að gera grein fyrir hverju og einu hér. Þarna var t.d. þjóðlagatónlist, einnig sveimtónlist. Kyrrstaða er ríkjandi í slíkri músík; stemningin ræður öllu. Maður náði þó aldrei að gefa sig henni á vald á tónleikunum, því inn á milli var of mikið af verkum þar sem allt önnur lögmál ríktu. Tónlist Valgeirs Sigurðssonar og Bens Frost var t.d. hugljúf og seiðandi. En hún naut sín ekki við hliðina á djörfum og leitandi, allt að því manískum verkum Nicos Muhly, sem voru samt athyglisverð í sjálfum sér. Þau byrjuðu nánast eins og einhver nýklassík, en svo komu furðulega langir kaflar með einhverju óvæntu og handahófskenndu sem virtist ekki vera í neinum takti við fyrri tóna. Það var eins og Muhly væri að gefa reglum og rútínum í alvarlegri tónsköpun langt nef. Útkoman var ærslafull, oft hreinlega fyndin og ávallt skemmtileg, en átti ekki heima innan um allt hitt. Það hefði líka getað verið gaman að Emergence eftir Daníel Bjarnason, mjög dökkri tónsmíð með spennandi framvindu og kraftmiklum hápunktum. En hún sómdi sér ekki hjá einfaldri þjóðlagatónlist Sam Amidon sem var næst á undan. Í samanburðinum jaðraði hún við að vera fáránleg – og öfugt. Flutningur tónlistarinnar var þó heilt yfir ágætur. Hann var í höndunum á Crash Ensemble frá Írlandi, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleirum. Einleikarar komu við sögu sem stóðu sig prýðilega og stjórnandinn André de Ridder var með allt á hreinu. Bæði Sinfónían og Crash Ensemble voru fagmannleg og örugg á sínu, en það var ekki nóg. Hugsa hefði átt dagskrána miklu betur, skera niður og gefa einstökum þáttum mun meira vægi. Niðurstaða: Góð verk, en ekkert passaði saman á illa ígrundaðri dagskránni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira