Körfubolti

Körfuboltakvöld: Ekki hægt að kenna vilja

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Horfið á staðsetningarnar. Þetta er stór maður og hann er alltaf tilbúinn. Þetta heitir ekkert annað en vilji og það er ekki hægt að kenna þetta,“ sagði Fannar Ólafsson, einn sérfræðinga Körfuboltakvölds, um Amin Khalil Stevens, leikmann Keflavíkur í þætti gærkvöldsins.

Amin hefur byrjað tímabilið af krafti og var afar öflugur í öruggum sigri Keflvíkinga á Tindastól á fimmtudaginn.

„Hann er með 68% skotnýtingu, 19 fráköst og þar af 9 sóknarfráköst. Þú þarft ekkert endilega hæfileika til að taka fráköst en hann gerir það frábærlega. Hann ræðst alltaf á körfuna,“ sagði Hermann Hauksson en Kjartan Atli Kjartansson hrósaði honum í hástert.

„Hann er ótrúlega fljótur upp gólfið og með frábæra boltameðferð fyrir svona hávaxinn leikmann. Hann er það stór að hann gæti farið í stærri deildir og staðið sig vel.“


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Löngunin er engin að verja þetta skot

Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi voru afar krítískir á spilamennsku Mamadou Samb, miðherja Tindastóls, í leiknum gegn Keflavík á dögunum en þeir rýndu í spilamennsku hans í þætti gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×