Fólkið á Airwaves: Frá skothvellum í Eþíópíu til óvænts öryggis á Íslandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 20:00 Wesley Zebrowski er í skiptinámi á Ísafirði Vísir/Vilhelm Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“ Airwaves Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Wesley Zebrowski þurfti ekki að gera sér ferð frá Wisconsin, þaðan sem hann er, til að kíkja á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann er nú þegar búsettur hér á landi, nánar tiltekið á Ísafirði, þar sem hann er í skiptinámi að rannsaka loftslagsbreytingar. Hann gerði sér þó ferð til Reykjavíkur í viku yfir hátíðina og til að sjá Björk. „Ég veit ekki hvað ég er spenntastur að sjá. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið af íslenskum hljómsveitum ég fílaði áður en ég kom hingað. Ég var alveg „Já ég þekki þessa hljómsveit!“ En það eru að minnsta kosti 12 hljómsveitir sem ég er með á lista sem ég ætla mér að sjá,“ segir Wesley í samtali við Vísi. Hann hefur dvalið hér á landi síðan í lok ágúst. Hann segist þó spenntur að sjá Múm, Mammút og Kate Tempest. Svo auðvitað Björk. „Ég er að fara á Björk, það er mjög spennandi,“ segir Wesley og virðist gera sér grein fyrir að hann sé heppinn að eiga miða. „Ég var alveg með það á hreinu. Um leið og þeir opnuðu fyrir miðasöluna þá var ég mættur á síðuna.“Öryggið kom á óvart Áður en hann kom til Íslands var Wesley að læra í Eþíópíu. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Ísland er öruggur staður. „Kannski átti það ekki að koma mér á óvart,“ segir Wesley. „Þar sem ég var í Eþíópíu var mikill órói í samfélaginu. Þannig að ég kom hingað frá stað þar sem maður mátti venjast því að heyra skothvelli fyrir utan hótelið. Svo kemur maður hingað þar sem það er nær óhugsandi. Það eru ekki glæpir hér, virðist vera.“ Wesley segir þó að Ísland sé ekki gallalaust og þá sérstaklega hve dýrt sé að dvelja hér. Honum líki þó vel við Reykjavík sem borg. „Þegar maður hugsar út í það þá er þetta ekki fjölmenn borg en samt iðar allt að lífi sem var frekar óvænt og skemmtilegt.“
Airwaves Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira