Bjarni Benediktsson fær umboðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:23 Guðni á blaðamannafundinum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann. Kosningar 2016 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann.
Kosningar 2016 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira