Körfubolti

Dýrt spaug að kasta munnstykkinu sínu í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
DeMarcus Cousins mótmælir dómi.
DeMarcus Cousins mótmælir dómi. Vísir/Getty
DeMarcus Cousins, miðherji Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta, fékk fínustu sekt eftir framkomu sína í leik á móti Minnesota Timberwolves um helgina.

Cousins tók því mjög illa þegar hann fékk sína sjöttu villu 37,2 sekúndum fyrir leikslok en með því var hann útilokaður frá frekari þátttöku í leiknum.

Cousins kastaði munnstykki sínu upp í stúku í reiðikasti og fór síðan og náði í það. Það kom samt ekki í veg fyrir sekt. Aganefnd NBA-deildarinnar tók atvikið fyrir og dæmdi  Cousins sekan.

DeMarcus Cousins þarf því að borga 25 þúsund dollara í sekt eða um 282 þúsund íslenskar krónur.

Sacramento Kings vann leikinn samt 106-103 og DeMarcus Cousins var með 29 stig á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Cousins er með 26,0 stig og 10,3 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Hinn 26 ára gamli DeMarcus Cousins er þekktur fyrir vandræði innan sem utan vallar en enginn efast þó um hæfileika kappans. Það má búast við því að þetta verði ekki síðasta sektin hans á tímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×