Pólskt súpermódel og tveir Sauðkrækingar Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2016 10:00 Arnar Freyr Frostason var bara slakur á ættarmóti þegar hann fékk fréttirnar um að Vice og frægt pólskt módel vildu gera myndband með Úlfur Úlfur. Vísir/Anton Brink Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð. Airwaves Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð.
Airwaves Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira