Fyrrverandi ráðherra segir fjölflokkastjórn geta skilað miklum árangri Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2016 20:07 Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson. Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson.
Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira