Leitin hefur engan árangur borið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2016 19:23 Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar. Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Um þrjú hundruð og tuttugu björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu hafa leitað án árangurs að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki til baka eftir veiðar í gærkvöldi. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar sökum veðurs og færðar. Áfram verður leitað í kvöld og í nótt og hefur verið kallað eftir fleira björgunarsveitafólki svo hægt verði að leita af krafti þegar birtir í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir allt frá Eyjafirði suður í Öræfasveit auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi til leitar að rjúpnaskyttu sem fór frá sumarhúsabyggð í landi Einarsstaða á Héraði mitt á milli Egilsstaða og Hallormsstaða. Leitað hefur verið stöðugt frá því í gærkvöldi en á annað hundrað björgunarsveitarmenn auk sporhunda leita í hverri lotu. Leitarskilyrði í gærkvöldi voru nokkuð góð en þegar leið á nóttina urðu skilyrðin erfiðari og gat þyrla Landhelgisgæslunnar ekki getað tekið þátt í leitinni fyrr en nú undir kvöld vegna veðurs. „í dag hafa þeirra bara verið að fókúsera á þessi svæði frá þeim stað þar sem hinn týndi sást síðast,“ sagði Einar Daníelsson, stjórnandi í aðgerðarstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Leitarsvæðið er erfitt yfirferðar og um allnokkurt skóglendi og hafa aðstæður verið þannig að of mikill snjór er fyrir fjór- og sexhjól en of lítill fyrir vélsleða. Leitarfólk hefur því farið um leitarsvæðið fótgangandi eða á þrúgum og skíðum. Rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn auk fleiri leitarhunda voru um hádegisbil í dag sendir með flugvél frá Flugfélagi Íslands til Egilsstaða þar sem þeir taka þátt í leitinni. Alls hafa um 370 björgunarsveitarmann víðs vegar af landinu komið að leitinni. Í gærkvöldi beindist leitin einkum að Ketilstaðaöxl þar sem ferðafélagar mannsins töldu sig hafa séð hann síðast en það svæði var hraðleitað í gærkvöld og í nótt allt út undir Útnyrðingsstaði. Þá hefur einnig verið leitað austur að Köldikvíslardal. Ekki hefur reynst unnt að notast við miðunarbúnað vegna farsíma mannsins þar sem vitað er að hann er ekki með farsíma meðferðis en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann að öðru leiti nokkuð vel útbúinn og vel á sig kominn. „Hann er í góðum utan yfir flíkum með og í ull og flís innan undir. Hann er með hund meðferðis. Labrador hund sem virðist vel taminn og vanur veiði hundur,. Það verður leitað alveg fram í dimmu og svo munum við hafa einhvers konar vita. Við munum hafa fólk með ljós að einhverju leiti yfir nóttina“ segir Einar.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent