Handbolti

Hvað gerðu Íslendingarnir í handboltanum?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson er að gera flotta hluti með lið Álaborgar.
Aron Kristjánsson er að gera flotta hluti með lið Álaborgar. mynd/álaborg
Álaborg heldur toppsæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir öruggan sigur, 25-19, á Randers í kvöld.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark fyrir Álaborg í kvöld en Arnór Atlason komst ekki á blað. Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Randers sem er í botnsæti deildarinnar.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer sem steinlá, 35-26, gegn Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni. Björgvin Páll Gústavsson varð þrjú skot í leiknum í marki Bergischer.

Íslendingaliðið EHV Aue vann flottan heimasigur, 32-29, á Neuhausen í þýsku B-deildinni. Árni Þór Sigtryggsson, Sigtryggur Rúnarsson og Bjarki Már Gunnarsson héldu sig til hlés við markaskorun en stóðu vaktina vel í vörninni. Við bara vitum það.

Ragnar Jóhannsson fór á kostum í liði Hüttenberg og skoraði sjö mörk úr átta skotum er liðið lagði Leuterhausen, 31-24. Ragnar var markahæstur á vellinum.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Eisenach sem lagði Hamm-Westfalen, 36-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×