Renault Talisman útnefndur atvinnubíll ársins 2017 í Danmörku Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 12:24 Renault Talisman. Renault Talisman var í gær útnefndur atvinnubíll ársins 2017 í Danmörku (Business car of the year 2017). Þetta er í fyrsta sinn sem franskur bíll hlýtur dönsku verðlaunin sem úthlutað er af fólki í atvinnulífinu sem ekur á bilinu 30-80 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar. Verðlaunin, Business car of the year, eru vel þekkt og eftirsótt í Danmörku. Í dómnefndinni eiga sæti fulltrúar dönsku samtakanna „ Business Denmark“ sem samanstanda af sjálfstætt starfandi einyrkjum og sölumönnum sem þurfa að ferðast mikið akandi vegna vinnu sinnar. Í dómnefndinni eru einnig tveir bílablaðamenn til ráðgjafar og sjúkraþjálfari sem metur vinnuvistfræði bílanna sem koma til greina, það er hvernig til hefur tekist við hönnun þeirra þannig að ökumanni líði sem best. Við matið er tekið tillit til þæginda sætanna, hljóðeinangrunar, staðsetningar stjórntækja og öryggisbúnaðar og fleiri þátta. Í niðurstöðu dómnefndarinnar segir m.a. að Talisman sé „draumur sérhvers sölumanns. Hann er sannur og virkilega lokkandi Frakki og hinn fullkomni atvinnubíll. Hann er rúmgóður, þægilegur í akstri og með ríkulegum útbúnaði. Þægindi og vellíðan eru mjög mikilvægir þættir í augum þeirra sem þurfa að vera mikið á ferðinni. Að meðaltali aka meðlimir Business Denmark um fimmtíu þúsund kílómetra á ári þannig að það gefur augaleið að þægindi bílanna skipta miklu máli,“ sagði Lars Bundgaard, formaður samtakanna. Valið stóð á milli tíu annarra bíla, Alfa Romeo Guilia, Audi A4, BMW 3 series, Kia Optima, Skoda Superb, Ford Mondeo, Ford S-Max Jaguar XE, VW Passat og VW Tiguan. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent
Renault Talisman var í gær útnefndur atvinnubíll ársins 2017 í Danmörku (Business car of the year 2017). Þetta er í fyrsta sinn sem franskur bíll hlýtur dönsku verðlaunin sem úthlutað er af fólki í atvinnulífinu sem ekur á bilinu 30-80 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar. Verðlaunin, Business car of the year, eru vel þekkt og eftirsótt í Danmörku. Í dómnefndinni eiga sæti fulltrúar dönsku samtakanna „ Business Denmark“ sem samanstanda af sjálfstætt starfandi einyrkjum og sölumönnum sem þurfa að ferðast mikið akandi vegna vinnu sinnar. Í dómnefndinni eru einnig tveir bílablaðamenn til ráðgjafar og sjúkraþjálfari sem metur vinnuvistfræði bílanna sem koma til greina, það er hvernig til hefur tekist við hönnun þeirra þannig að ökumanni líði sem best. Við matið er tekið tillit til þæginda sætanna, hljóðeinangrunar, staðsetningar stjórntækja og öryggisbúnaðar og fleiri þátta. Í niðurstöðu dómnefndarinnar segir m.a. að Talisman sé „draumur sérhvers sölumanns. Hann er sannur og virkilega lokkandi Frakki og hinn fullkomni atvinnubíll. Hann er rúmgóður, þægilegur í akstri og með ríkulegum útbúnaði. Þægindi og vellíðan eru mjög mikilvægir þættir í augum þeirra sem þurfa að vera mikið á ferðinni. Að meðaltali aka meðlimir Business Denmark um fimmtíu þúsund kílómetra á ári þannig að það gefur augaleið að þægindi bílanna skipta miklu máli,“ sagði Lars Bundgaard, formaður samtakanna. Valið stóð á milli tíu annarra bíla, Alfa Romeo Guilia, Audi A4, BMW 3 series, Kia Optima, Skoda Superb, Ford Mondeo, Ford S-Max Jaguar XE, VW Passat og VW Tiguan.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent