„Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. nóvember 2016 14:15 Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00
Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30