„Eftir miklar pælingar datt okkur í hug að gefa út fyrsta Íslenska tónlistarmyndbandið á Snapchat þar sem við erum nú mest að vinna með samfélagsmiðlana og lögðum mikla vinnu í myndbandið og erum við mjög ánægðir með útkomuna,“ segir Aron Ingi Davíðsson einn af meðlimum Áttunnar.
Lagið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur og er það sem stendur í þriðja sæti á íslenska vinsældarlistanum á Spotify en hér að neðan má sjá myndbandið frá hópnum.