Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 29. nóvember 2016 09:55 Það er löng hefð fyrir að veiðimenn og veiðikonur hittist yfir vetrartímann á Opnum Húsum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og geri sér glaðan dag og telji niður að næsta veiðisumri. Næsta föstudagskvöld 2.desember er Opið Hús hjá félaginu og er skemmtunin haldin í rafveituheimilinu í Elliðaárdal klukkan 20:00. Það hefur oft verið mjög fjölmennt og eru þeir sem ætla sér að mæta hvattir til að vera tímanlega. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem endar eins og svo oft áður á happdrætti þar sem meðal vinninga eru veiðileyfi á svæðum SVFR. Annars má helst nefna eftirfarandi í dagskrá kvöldsins: - Forrétta hlaðborð 1.790kr á mann - Hilmar Hansson flytur hugleiðingar sínar um laxeldismál - Bókakynning Úr búri náttúrunnar eftir Sigmar B. Hauksson - Sigurður Héðinn Laxveiðigæd og fluguhnýtari kynnir sína uppáhalds veiðistaði og uppáhalds flugur - Vínkynning frá Mekka wines & spirits - Vesturröst verður með Veiðivörukynningu - Stútfullur happahylur Það eru allir velkomnir á þetta Opna Hús, bæði félagsmenn, veiðimenn og veiðikonur sem hafa áhuga á veiði. Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði
Það er löng hefð fyrir að veiðimenn og veiðikonur hittist yfir vetrartímann á Opnum Húsum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og geri sér glaðan dag og telji niður að næsta veiðisumri. Næsta föstudagskvöld 2.desember er Opið Hús hjá félaginu og er skemmtunin haldin í rafveituheimilinu í Elliðaárdal klukkan 20:00. Það hefur oft verið mjög fjölmennt og eru þeir sem ætla sér að mæta hvattir til að vera tímanlega. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem endar eins og svo oft áður á happdrætti þar sem meðal vinninga eru veiðileyfi á svæðum SVFR. Annars má helst nefna eftirfarandi í dagskrá kvöldsins: - Forrétta hlaðborð 1.790kr á mann - Hilmar Hansson flytur hugleiðingar sínar um laxeldismál - Bókakynning Úr búri náttúrunnar eftir Sigmar B. Hauksson - Sigurður Héðinn Laxveiðigæd og fluguhnýtari kynnir sína uppáhalds veiðistaði og uppáhalds flugur - Vínkynning frá Mekka wines & spirits - Vesturröst verður með Veiðivörukynningu - Stútfullur happahylur Það eru allir velkomnir á þetta Opna Hús, bæði félagsmenn, veiðimenn og veiðikonur sem hafa áhuga á veiði.
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði