Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2016 10:30 Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið: Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið:
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira