„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2016 18:30 Þrjátíu og fimm ára gamall maður sem týndist á rjúpnaskytteríi austur á Fljótsdalshéraði á föstudag efast um að hann hefði lifað af annan dag í óbyggðum. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur og getur ekki lýst tilfinningunni þegar hann sá ljósin á snjósleðum björgunarmanna sem fundu hann í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með manninn í Fossvogi upp úr klukkan hálf tvö í dag. Um 440 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni sem hófst á föstudagskvöld og er ein sú umfangsmesta í seinni tíð. Friðrik Rúnar Garðarsson varð viðskila við félaga sína seinnipart föstudags og um klukkan 7 um kvöldið óskuðu þeir eftir aðstoð björgunarsveita þar sem Friðrik hafði ekki skilað sér til baka. „Ég get bara ekki lýst því hvers konar tilfinning það var um tíu leitið þegar að ég sá ljósin á vélsleðanum koma og frétta af því að það voru fjögur hundruð manns að leita að mér og ég hef bara verið heimtur úr helju. Ég er búinn að sofa úti í tvær nætur, grafinn í skafl. Sextán tímar af myrkri,“ sagði Friðrik við komuna til Reykjavíkur. Björgunarsveitir á norður og austur hluta landsins voru strax boðaðar út og í gær barst liðsauki þegar flugvél Flugfélags Íslands flaug með rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn og sporhunda til Egilsstaða. Björgunarsveitir af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni við mjög erfiðar aðstæður vegna færðar og veðurs og leitað var sleitulaust þar til Friðrik fannst í morgun. Hópur vélsleðamanna keyrðu fram á manninn þar sem hann var á göngu með hundinum sínum á austanverðum Ketilsstaðahálsi í Kvíslardal á melum við Sauðá korter yfir tíu í morgun og segja þeir að ekki hefði mátt muna miklu því skömmu eftir að hann fannst dimmdi aftur yfir með hríðarveðri. „Við máttum ekki vera miklu seinni,“ sagði Björn Már Björnsson, borgunarsveitarmaður. „Við erum ein heild þarna. Keyrðum bara saman og svo rak ég bara augun í mann með hund,“ sagði Arnór Rúnarsson, björgunarsveitarmaður sem ásamt Birni og fleirum keyrðu fram á Friðrik. Björgunarsveitarmenn hlúðu að Friðriki þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og hífði hann um borð. Flogið var með hann til Egilsstaða þar sem læknar tóku á móti honum til nánasti skoðunnar. Að því loknu var svo flogið með hann til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan tók á móti honum við Landspítalann í Fossvogi.Varstu vongóður allan tímann?„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis. En auðvitað var ég ekki viss hvernig þetta mundi fara. Ég var bara alveg villtur,“ sagði Friðrik. Á föstudagskvöld gróf Friðrik sig í fönn til þess að skýla sér fyrir veðri. Þegar stytti upp á laugardeginum tók veður að lægja og reyndi Friðrik að komast til byggða en þegar veðrið versnaði aftur gróf hann sig aftur í fönn. „Þó ég hafi ekki verið illa klæddur. Ég var vel klæddur þá var ég vanbúinn að því leiti að hafa hvorki þrúgur, gps tæki eða síma. Maður á að búa sig undir það að lenda í villu og blindu og ég vil bara hvetja alla til að læra af mistökum mínum. Gleyma ekki símanum niður í bústað. Mig langar bara til að ítreka það að hvað ég er þakklátur fyrir að hafa verið bjargað vegna þess að ég hefði ekkert meikað þennan dag eins og ég var orðinn,“ sagði Friðrik. Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Hundur hans var fluttur til byggða af björgunarsveitarmönnum. 20. nóvember 2016 12:34 Rjúpnaskyttan er enn ófundin Um 440 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. 20. nóvember 2016 09:49 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Þrjátíu og fimm ára gamall maður sem týndist á rjúpnaskytteríi austur á Fljótsdalshéraði á föstudag efast um að hann hefði lifað af annan dag í óbyggðum. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur og getur ekki lýst tilfinningunni þegar hann sá ljósin á snjósleðum björgunarmanna sem fundu hann í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með manninn í Fossvogi upp úr klukkan hálf tvö í dag. Um 440 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni sem hófst á föstudagskvöld og er ein sú umfangsmesta í seinni tíð. Friðrik Rúnar Garðarsson varð viðskila við félaga sína seinnipart föstudags og um klukkan 7 um kvöldið óskuðu þeir eftir aðstoð björgunarsveita þar sem Friðrik hafði ekki skilað sér til baka. „Ég get bara ekki lýst því hvers konar tilfinning það var um tíu leitið þegar að ég sá ljósin á vélsleðanum koma og frétta af því að það voru fjögur hundruð manns að leita að mér og ég hef bara verið heimtur úr helju. Ég er búinn að sofa úti í tvær nætur, grafinn í skafl. Sextán tímar af myrkri,“ sagði Friðrik við komuna til Reykjavíkur. Björgunarsveitir á norður og austur hluta landsins voru strax boðaðar út og í gær barst liðsauki þegar flugvél Flugfélags Íslands flaug með rúmlega fimmtíu björgunarsveitarmenn og sporhunda til Egilsstaða. Björgunarsveitir af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni við mjög erfiðar aðstæður vegna færðar og veðurs og leitað var sleitulaust þar til Friðrik fannst í morgun. Hópur vélsleðamanna keyrðu fram á manninn þar sem hann var á göngu með hundinum sínum á austanverðum Ketilsstaðahálsi í Kvíslardal á melum við Sauðá korter yfir tíu í morgun og segja þeir að ekki hefði mátt muna miklu því skömmu eftir að hann fannst dimmdi aftur yfir með hríðarveðri. „Við máttum ekki vera miklu seinni,“ sagði Björn Már Björnsson, borgunarsveitarmaður. „Við erum ein heild þarna. Keyrðum bara saman og svo rak ég bara augun í mann með hund,“ sagði Arnór Rúnarsson, björgunarsveitarmaður sem ásamt Birni og fleirum keyrðu fram á Friðrik. Björgunarsveitarmenn hlúðu að Friðriki þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og hífði hann um borð. Flogið var með hann til Egilsstaða þar sem læknar tóku á móti honum til nánasti skoðunnar. Að því loknu var svo flogið með hann til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan tók á móti honum við Landspítalann í Fossvogi.Varstu vongóður allan tímann?„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis. En auðvitað var ég ekki viss hvernig þetta mundi fara. Ég var bara alveg villtur,“ sagði Friðrik. Á föstudagskvöld gróf Friðrik sig í fönn til þess að skýla sér fyrir veðri. Þegar stytti upp á laugardeginum tók veður að lægja og reyndi Friðrik að komast til byggða en þegar veðrið versnaði aftur gróf hann sig aftur í fönn. „Þó ég hafi ekki verið illa klæddur. Ég var vel klæddur þá var ég vanbúinn að því leiti að hafa hvorki þrúgur, gps tæki eða síma. Maður á að búa sig undir það að lenda í villu og blindu og ég vil bara hvetja alla til að læra af mistökum mínum. Gleyma ekki símanum niður í bústað. Mig langar bara til að ítreka það að hvað ég er þakklátur fyrir að hafa verið bjargað vegna þess að ég hefði ekkert meikað þennan dag eins og ég var orðinn,“ sagði Friðrik.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Hundur hans var fluttur til byggða af björgunarsveitarmönnum. 20. nóvember 2016 12:34 Rjúpnaskyttan er enn ófundin Um 440 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. 20. nóvember 2016 09:49 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Hundur hans var fluttur til byggða af björgunarsveitarmönnum. 20. nóvember 2016 12:34
Rjúpnaskyttan er enn ófundin Um 440 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. 20. nóvember 2016 09:49
Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05
Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56