Slegið á frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2016 07:00 Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé. En desember markar líka lok hins hefðbundna haustmisseris í skólum. Um þessar mundir drjúpa glitrandi svitaperlur af náfölu enni og niður á efri vör skjálfandi námsmanna og samanherpt kló rígheldur um blýantinn og það er próf á morgun og jólin eru ljósár í burtu. Nú í kringum hátíðarnar er þráðurinn því stuttur. Aldrei er jafn grunnt á annarlegum kenndum og löstum mannskepnunnar. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um undirritaða. Ég er verst haldin af öllum vanköntum persónu minnar í desember, þegar mest er að gera og tíminn naumastur. Þannig finn ég mér iðulega borð á Þjóðarbókhlöðunni og tólf mandarínum síðar hef ég engu komið í verk. Ég ryð nefnilega frekar öllu á undan mér þangað til ég hef hlaðið ógnarstóran haug af erindum, verkefnum og skyldum sem ógjörningur er að vinna úr á fullnægjandi hátt. Ég geri ekkert fyrr en ég stend með tærnar fram af hengifluginu og hnífsoddinn milli herðablaðanna og skila þá meðalgóðri ritgerð, sem skrifuð er á einum degi í koffínvímu, og fer svo og kaupi stórkostlega vanhugsaða jólagjöf handa mömmu minni vegna þess að það er strax komin Þorláksmessa. Ég veit að ég stend ekki ein í þessari eilífðarglímu við frestunaráráttuna. Við vitum öll að dimmum aðventukvöldum er töluvert betur varið í kleinur og danskan jólabjór en próflestur. Það er nefnilega oftast, á einhvern ótrúlegan hátt, nægur tími til stefnu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé. En desember markar líka lok hins hefðbundna haustmisseris í skólum. Um þessar mundir drjúpa glitrandi svitaperlur af náfölu enni og niður á efri vör skjálfandi námsmanna og samanherpt kló rígheldur um blýantinn og það er próf á morgun og jólin eru ljósár í burtu. Nú í kringum hátíðarnar er þráðurinn því stuttur. Aldrei er jafn grunnt á annarlegum kenndum og löstum mannskepnunnar. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um undirritaða. Ég er verst haldin af öllum vanköntum persónu minnar í desember, þegar mest er að gera og tíminn naumastur. Þannig finn ég mér iðulega borð á Þjóðarbókhlöðunni og tólf mandarínum síðar hef ég engu komið í verk. Ég ryð nefnilega frekar öllu á undan mér þangað til ég hef hlaðið ógnarstóran haug af erindum, verkefnum og skyldum sem ógjörningur er að vinna úr á fullnægjandi hátt. Ég geri ekkert fyrr en ég stend með tærnar fram af hengifluginu og hnífsoddinn milli herðablaðanna og skila þá meðalgóðri ritgerð, sem skrifuð er á einum degi í koffínvímu, og fer svo og kaupi stórkostlega vanhugsaða jólagjöf handa mömmu minni vegna þess að það er strax komin Þorláksmessa. Ég veit að ég stend ekki ein í þessari eilífðarglímu við frestunaráráttuna. Við vitum öll að dimmum aðventukvöldum er töluvert betur varið í kleinur og danskan jólabjór en próflestur. Það er nefnilega oftast, á einhvern ótrúlegan hátt, nægur tími til stefnu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun