Innlent

Katrín fékk umboð til formlegra viðræðna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fékk umboð til formlegra viðræðna í dag.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fékk umboð til formlegra viðræðna í dag. vísir/hanna
Í morgun samþykkti þingflokkur Vinstri grænna að veita formanni sínum, Katrínu Jakobsdóttur umboð til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna. Katrín greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Katrin sagðist hafa átt góðan fund með forystufólki flokkanna í framhaldinu. Á fundinum hafi verið ákveðið að fresta ákvörðun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður til seinni parts á morgun.

Vinstri grænir myndu sem fyrr leggja áherslu á umbætur í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða sem fjármagna ætti með arði af auðlindum og réttlátu skattkerfi þar sem auðugustu hópar samfélagsins leggi meira af mörkum en aðrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×