Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:54 Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn. Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist „örugglega ætla að vera í sambandi við forsetann á morgun“ þrátt fyrir að einungis sé liðinn tæplega sólarhringur frá því að Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar. Hún vonast til þess að næstu stjórnarmyndunarviðræður verði „Píratalegri“ í þetta skiptið. Birgitta, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag, segir að boðunin á Bessastaði hafi verið óvænt. Hún hafi í fyrsta lagi búist við kallinu frá Guðna eftir helgi.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBirgitta segist þó hvergi bangin. Fólk hafi mikið rætt saman áður en „hið táknræna umboð“ féll í skaut Pírata og því ætti að vera vel hægt að vinna úr stöðunni sem nú er uppi. Tíminn verði nú nýttur til undirbúnings þannig að taka megi aftur upp þræðina þar sem frá var horfið í fimm flokka-viðræðunum undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þó megi búast við því að viðræðurnar verði með öðru sniði í þessari tilraun. Birgitta segist vilja hafa þær „Píratalegri“ eins og hún orðar það, fyrirkomulagið verði flatara þannig að það verði í raun enginn sem sitji við „endann á borðinu.“ Viðræðurnar verði þá vonandi til þess að ekki þurfi að koma til myndunar þjóðstjórnar, sem Birgitta segir að ekki sé enn tímabært að tala um líkt og Katrín Jakobsdóttir hefur gert síðustu daga. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15