Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. desember 2016 16:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka Sjá meira
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00