Um barnauppeldi Óttar Guðmundsson skrifar 3. desember 2016 07:00 Í Egilssögu er sagt frá því þegar Egill, barnungur, drap vin sinn Grím Heggsson. Þegar þeim félögum varð sundurorða, náði Egill í litla exi og keyrði í höfuð drengsins. Skallagrímur faðir hans reiddist þessu uppátæki en móðir hans, Bera, fagnaði Agli og sagði hann mikið víkingsefni. Ekki er að efa að þessi ummæli höfðu slæm áhrif á drenginn. Hann fékk umbun frá móður sinni fyrir neikvæða hegðun. Þetta einkennir samskipti foreldra og barna í nútímasamfélagi. Foreldrar eru dauðhræddir við að draga einhver mörk af ótta við viðbrögð barnsins. Er kannski sektarkennd og samviskubiti um að kenna? Foreldrar gera aldrei nóg fyrir börn sín. Í mörgum fjölskyldum hafa litlir einvaldar algjörlega tekið völdin. Mamma og pabbi láta allt eftir barninu svo að það fái ekki frekjukast. Vilji barnið borða kókópöffs í kvöldmat, láta foreldrar undan. Vilji barnið leika sér í tölvuleik fram eftir kvöldi er erfitt að segja nei. Barnið stjórnar máltíðum fjölskyldunnar með matvendni og óraunhæfum kröfum. Neikvæð hegðun er verðlaunuð með sætindum og eftirréttum. Börnin læra smám saman að þau hafa öll tögl og hagldir á heimilinu. Þau stjórna líka í svefnherberginu og sofa í rúmi foreldranna með snjallsímann sinn undir koddanum. Mamma og pabbi þora ekki að njóta þess að vera saman, barnið gæti vaknað og þá er illt í efni! Stundum er betra að setja börnum mörk. Kannski hefði mátt koma í veg fyrir að Egill yrði siðblindur ofbeldismaður ef foreldarnir hefðu sameinast um að ala drenginn upp en ekki að ýta stöðugt undir neikvæða hegðun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Í Egilssögu er sagt frá því þegar Egill, barnungur, drap vin sinn Grím Heggsson. Þegar þeim félögum varð sundurorða, náði Egill í litla exi og keyrði í höfuð drengsins. Skallagrímur faðir hans reiddist þessu uppátæki en móðir hans, Bera, fagnaði Agli og sagði hann mikið víkingsefni. Ekki er að efa að þessi ummæli höfðu slæm áhrif á drenginn. Hann fékk umbun frá móður sinni fyrir neikvæða hegðun. Þetta einkennir samskipti foreldra og barna í nútímasamfélagi. Foreldrar eru dauðhræddir við að draga einhver mörk af ótta við viðbrögð barnsins. Er kannski sektarkennd og samviskubiti um að kenna? Foreldrar gera aldrei nóg fyrir börn sín. Í mörgum fjölskyldum hafa litlir einvaldar algjörlega tekið völdin. Mamma og pabbi láta allt eftir barninu svo að það fái ekki frekjukast. Vilji barnið borða kókópöffs í kvöldmat, láta foreldrar undan. Vilji barnið leika sér í tölvuleik fram eftir kvöldi er erfitt að segja nei. Barnið stjórnar máltíðum fjölskyldunnar með matvendni og óraunhæfum kröfum. Neikvæð hegðun er verðlaunuð með sætindum og eftirréttum. Börnin læra smám saman að þau hafa öll tögl og hagldir á heimilinu. Þau stjórna líka í svefnherberginu og sofa í rúmi foreldranna með snjallsímann sinn undir koddanum. Mamma og pabbi þora ekki að njóta þess að vera saman, barnið gæti vaknað og þá er illt í efni! Stundum er betra að setja börnum mörk. Kannski hefði mátt koma í veg fyrir að Egill yrði siðblindur ofbeldismaður ef foreldarnir hefðu sameinast um að ala drenginn upp en ekki að ýta stöðugt undir neikvæða hegðun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun