Sturlun jólanna tekin fyrir í hasarmynd Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. desember 2016 11:15 Hasarmyndastjarnan Arnold Schwarzenegger var á skrítnum stað á ferli sínum þegar Jingle all the way kom út. Jólakvikmyndir eru mikilvægur hluti jólanna hjá ansi mörgum. Það er þó oftast þannig að myndir sem eru gerðar sérstaklega sem jólamyndir eru grútleiðinlegar, alltaf er tönnlast á sama þreytta boðskapnum um að jólin eigi að vera svona eða hinsegin. Bestu jólamyndirnar eru þær sem gerast á jólunum en fjalla í raun að mestu leyti um aðra hluti – It’s a Wonderful Life er meistaraverk kvikmyndasögunnar sem sumir horfa sérstaklega á á jólunum en hún fjallar þó ekki um jólin. Síðan eru auðvitað undantekningarnar sem sanna regluna, t.d. er Christmas Vacation frábær mynd og auðvitað Jingle all the way, besta jóla-létt-hasarmyndin, kvikmyndagrein sem á líklega rætur sínar að rekja til þessarar stórskemmtilegu myndar. Jingle all the way kom út árið 1996, því æðislega kvikmyndaári, 10. áratugurinn í algjöru hámarki og kvikmyndir eftir því. Leikstjóri myndarinnar, Brian Levant, hafði áður leikstýrt frábærum myndum og líka hinni misheppnuðu The Flinstones og hundamyndinni Beethoven (sem var reyndar fáránlega góð). Síðar leikstýrði hann Jackie Chan-myndinni The Spy Next Door – sú mynd er reyndar algjört flassbakk til 10. áratugarins; börn að sigra vondu karlanna með því að stappa á tám og kýla í pung. Þess má líka geta að í The Flintstones léku bræðurnir Hlynur og Marínó Sigurðssynir og í The Spy Next Door lék Magnús Scheving. Brian Levant er greinilega mikill Íslandsvinur.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.En, Jingle all the way fjallar um fjölskylduföður og vinnualka sem leikinn er af Arnold Schwarzenegger, sem gleymir fjölskyldu sinni í dúnmjúkum faðmi yfirvinnu. Hann verður því að kaupa Turbo-Man, dúkku sem son hans langar alveg svakalega í á síðustu stundu. Vandamálið er að dúkka þessi er sú vinsælasta og hann verður bókstaflega að slást um hana við stressaðan bréfbera sem er leikinn af grínistanum óþolandi Sinbad, en styrkur hans er einmitt að vera gjörsamlega óþolandi í þessari mynd. Þessir feður, helteknir af kapítalísku brjálæði, rífast og slást og veltast um öskrandi og enda í algjöru brjálæði þar sem Sinbad ræðst á og bindur niður saklausan leikara eftir að hafa hótað að sprengja sig í loft upp og Arnold brýst inn til nágranna síns. Þetta endar þó auðvitað allt mjög vel, Arnold endar með því að holdgera Turbo-Man og sonur hans gefur Sinbad Turbo-Man dúkkuna sína af því að „pabbi er í raun Turbo-Man sjálfur“. Nú væri hægt að skrifa fimm blaðsíðna marxíska greiningu á þessari kvikmynd, en það verður geymt til betri tíma. Hins vegar má minnast á það að hina augljósu gagnrýni á neysluhyggjuna sem birtist í Jingle all the way má rekja til Chris Columbus, framleiðanda myndarinnar, sem endurskrifaði handritið til að koma til skila þessari stingandi gagnrýni. Hann hafði sjálfur reynt að kaupa Buzz Lightyear dúkku handa afkvæmi sínu árið áður og lenti, að ég ímynda mér, í svipuðum aðstæðum og Schwarzenegger við það tækifæri. Hann tjáði reiði sína á listrænan hátt, í gegnum lauflétta jólamynd með Sinbad og Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkum. Gagnrýnendur hötuðu myndina og þá sérstaklega það að Columbus vogaði sér að gagnrýna allt brjálæðið í kringum jólainnkaup en Jingle all the way er þrátt fyrir það ein mest endursýnda jólamyndin – og hana nú. Jólafréttir Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Jólakvikmyndir eru mikilvægur hluti jólanna hjá ansi mörgum. Það er þó oftast þannig að myndir sem eru gerðar sérstaklega sem jólamyndir eru grútleiðinlegar, alltaf er tönnlast á sama þreytta boðskapnum um að jólin eigi að vera svona eða hinsegin. Bestu jólamyndirnar eru þær sem gerast á jólunum en fjalla í raun að mestu leyti um aðra hluti – It’s a Wonderful Life er meistaraverk kvikmyndasögunnar sem sumir horfa sérstaklega á á jólunum en hún fjallar þó ekki um jólin. Síðan eru auðvitað undantekningarnar sem sanna regluna, t.d. er Christmas Vacation frábær mynd og auðvitað Jingle all the way, besta jóla-létt-hasarmyndin, kvikmyndagrein sem á líklega rætur sínar að rekja til þessarar stórskemmtilegu myndar. Jingle all the way kom út árið 1996, því æðislega kvikmyndaári, 10. áratugurinn í algjöru hámarki og kvikmyndir eftir því. Leikstjóri myndarinnar, Brian Levant, hafði áður leikstýrt frábærum myndum og líka hinni misheppnuðu The Flinstones og hundamyndinni Beethoven (sem var reyndar fáránlega góð). Síðar leikstýrði hann Jackie Chan-myndinni The Spy Next Door – sú mynd er reyndar algjört flassbakk til 10. áratugarins; börn að sigra vondu karlanna með því að stappa á tám og kýla í pung. Þess má líka geta að í The Flintstones léku bræðurnir Hlynur og Marínó Sigurðssynir og í The Spy Next Door lék Magnús Scheving. Brian Levant er greinilega mikill Íslandsvinur.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.En, Jingle all the way fjallar um fjölskylduföður og vinnualka sem leikinn er af Arnold Schwarzenegger, sem gleymir fjölskyldu sinni í dúnmjúkum faðmi yfirvinnu. Hann verður því að kaupa Turbo-Man, dúkku sem son hans langar alveg svakalega í á síðustu stundu. Vandamálið er að dúkka þessi er sú vinsælasta og hann verður bókstaflega að slást um hana við stressaðan bréfbera sem er leikinn af grínistanum óþolandi Sinbad, en styrkur hans er einmitt að vera gjörsamlega óþolandi í þessari mynd. Þessir feður, helteknir af kapítalísku brjálæði, rífast og slást og veltast um öskrandi og enda í algjöru brjálæði þar sem Sinbad ræðst á og bindur niður saklausan leikara eftir að hafa hótað að sprengja sig í loft upp og Arnold brýst inn til nágranna síns. Þetta endar þó auðvitað allt mjög vel, Arnold endar með því að holdgera Turbo-Man og sonur hans gefur Sinbad Turbo-Man dúkkuna sína af því að „pabbi er í raun Turbo-Man sjálfur“. Nú væri hægt að skrifa fimm blaðsíðna marxíska greiningu á þessari kvikmynd, en það verður geymt til betri tíma. Hins vegar má minnast á það að hina augljósu gagnrýni á neysluhyggjuna sem birtist í Jingle all the way má rekja til Chris Columbus, framleiðanda myndarinnar, sem endurskrifaði handritið til að koma til skila þessari stingandi gagnrýni. Hann hafði sjálfur reynt að kaupa Buzz Lightyear dúkku handa afkvæmi sínu árið áður og lenti, að ég ímynda mér, í svipuðum aðstæðum og Schwarzenegger við það tækifæri. Hann tjáði reiði sína á listrænan hátt, í gegnum lauflétta jólamynd með Sinbad og Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkum. Gagnrýnendur hötuðu myndina og þá sérstaklega það að Columbus vogaði sér að gagnrýna allt brjálæðið í kringum jólainnkaup en Jingle all the way er þrátt fyrir það ein mest endursýnda jólamyndin – og hana nú.
Jólafréttir Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira