Gaman að auka þekkinguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2016 10:45 Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir varð fyrst kvenna til að ljúka námi sem Marel-vinnslutæknir. „Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016. Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016.
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira