Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 21:52 Niðurstöður úr PISA-prófinu sem lagt var fyrir í fyrra voru kynntar í síðustu viku. vísir/vilhelm Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt stofnunina vegna prófsins en hann kvaðst í liðinni viku vera „hneykslaður á því hversu mikið af klúðurslegu orðalagi, ósamræmi, hnökrum í máli, prentvillum og öðrum göllum er að finna í prófinu.“ Í gær var svo haft eftir Eiríki á vef RÚV að hann væri ósáttur með viðbrögð Menntamálastofnunar við gagnrýni hans en Arnór Guðmundsson, forstöðumaður stofnunarinnar, svaraði prófessornum í Fréttatímanum og varaði við því að menn hengdu sig í smáatriði. Í fréttatilkynningu Menntamálastofnunar nú segir að góðar ábendingar hafi „komið fram um ýmislegt sem hefði mátt betur fara í þýðingum og m.a. bent á stafsetningarvillur í PISA könnuninni 2015. Menntamálastofnun biðst velvirðingar á þessum mistökum og mun stofnunin gera allt sem í hennar valdi stendur svo slíkt endurtaki sig ekki.“Sjá einnig: Spreyttu þig á PISA-prófinu Þá er greint frá því að fjórir þýðendur sem hafi reynslu af kennslu á grunn-og framhaldsskólastigi hafi komið að PISA-prófinu í fyrra. „Þrír þeirra voru ráðnir af Námsmatsstofnun en sá fjórði var óháður aðili sem OECD valdi. Allir fjórir aðilarnir eru íslenskir. Í ljósi ábendinga sem komu varðandi PISA 2015 mun Menntamálastofnu fá íslenskufræðing til að lesa yfir lokaútgáfur áður en þær verða notaðar í prófi. Nánari lýsing á þýðingarferli PISA má finna í frétt Menntamálstofnunar sem birtist fyrir helgi.“ Fréttatilkynningu Menntamálastofnunar má sjá í heild hér að neðan: PISA kannanir og þýðingar þeim tengdar hafa verið til umræðu undanfarið. Góðar ábendingar hafa komið fram um ýmislegt sem hefði mátt betur fara í þýðingum og m.a. bent á stafsetningarvillur í PISA könnuninni 2015. Menntamálastofnun biðst velvirðingar á þessum mistökum og mun stofnunin gera allt sem í hennar valdi stendur svo slíkt endurtaki sig ekki. Um þýðinguna á PISA könnuninni 2015 sáu fjórir þýðendur sem jafnframt hafa reynslu af kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Þrír þeirra voru ráðnir af Námsmatsstofnun en sá fjórði var óháður aðili sem OECD valdi. Allir fjórir aðilarnir eru íslenskir. Í ljósi ábendinga sem komu varðandi PISA 2015 mun Menntamálastofnu fá íslenskufræðing til að lesa yfir lokaútgáfur áður en þær verða notaðar í prófi. Nánari lýsing á þýðingarferli PISA má finna í frétt Menntamálstofnunar sem birtist fyrir helgi. Í dæmahefti PISA sem Námsmatsstofnun gaf út 2008 eru gefin dæmi um PISA spurningar. Þar má finna brot úr sögunni Gjöfin sem var notuð í PISA 2000. Textabrotið sem birtist þar og hefur gengið um samfélagsmiðla er ekki sá texti sem notaður var í sjálfu prófinu. Þegar heftið var tekið saman vildi svo til að rangur texti var valinn en ekki hin endanlega útgáfa. Hér fyrir neðan má sjá textann eins og hann birtist nemendum í PISA könnuninni fyrir 16 árum:Hún velti fyrir sér hve marga daga hún hefði setið svona og horft á kalt, mórautt vatnið fikra sig hærra við brattan bakkann sem svarfaðist úr jafnharðan. Hún mundi óljóst eftir því þegar regnið skall á - úr suðri inn yfir fenin - og tók að lemja á húsinu. Svo fór fljótið að vaxa, hægt í fyrstu, en síðan jafnt og þétt uns straumurinn hægði á sér, stöðvaðist og snéri til baka. Þegar stundir liðu seildist það inn eftir lækjum og skurðum og lagðist yfir flatlendið. Um nóttina, meðan hún svaf, hremmdi það veginn og umkringdi hana svo að nú sat hún hér ein, báturinn hennar horfinn; húsið eins og rekadrumbur sem borið hafði upp á malarkamb. Nú hafði vatnið jafnvel náð að teygja sig upp í tjargaða stoðviðina. Það hækkaði sífellt. PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt stofnunina vegna prófsins en hann kvaðst í liðinni viku vera „hneykslaður á því hversu mikið af klúðurslegu orðalagi, ósamræmi, hnökrum í máli, prentvillum og öðrum göllum er að finna í prófinu.“ Í gær var svo haft eftir Eiríki á vef RÚV að hann væri ósáttur með viðbrögð Menntamálastofnunar við gagnrýni hans en Arnór Guðmundsson, forstöðumaður stofnunarinnar, svaraði prófessornum í Fréttatímanum og varaði við því að menn hengdu sig í smáatriði. Í fréttatilkynningu Menntamálastofnunar nú segir að góðar ábendingar hafi „komið fram um ýmislegt sem hefði mátt betur fara í þýðingum og m.a. bent á stafsetningarvillur í PISA könnuninni 2015. Menntamálastofnun biðst velvirðingar á þessum mistökum og mun stofnunin gera allt sem í hennar valdi stendur svo slíkt endurtaki sig ekki.“Sjá einnig: Spreyttu þig á PISA-prófinu Þá er greint frá því að fjórir þýðendur sem hafi reynslu af kennslu á grunn-og framhaldsskólastigi hafi komið að PISA-prófinu í fyrra. „Þrír þeirra voru ráðnir af Námsmatsstofnun en sá fjórði var óháður aðili sem OECD valdi. Allir fjórir aðilarnir eru íslenskir. Í ljósi ábendinga sem komu varðandi PISA 2015 mun Menntamálastofnu fá íslenskufræðing til að lesa yfir lokaútgáfur áður en þær verða notaðar í prófi. Nánari lýsing á þýðingarferli PISA má finna í frétt Menntamálstofnunar sem birtist fyrir helgi.“ Fréttatilkynningu Menntamálastofnunar má sjá í heild hér að neðan: PISA kannanir og þýðingar þeim tengdar hafa verið til umræðu undanfarið. Góðar ábendingar hafa komið fram um ýmislegt sem hefði mátt betur fara í þýðingum og m.a. bent á stafsetningarvillur í PISA könnuninni 2015. Menntamálastofnun biðst velvirðingar á þessum mistökum og mun stofnunin gera allt sem í hennar valdi stendur svo slíkt endurtaki sig ekki. Um þýðinguna á PISA könnuninni 2015 sáu fjórir þýðendur sem jafnframt hafa reynslu af kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Þrír þeirra voru ráðnir af Námsmatsstofnun en sá fjórði var óháður aðili sem OECD valdi. Allir fjórir aðilarnir eru íslenskir. Í ljósi ábendinga sem komu varðandi PISA 2015 mun Menntamálastofnu fá íslenskufræðing til að lesa yfir lokaútgáfur áður en þær verða notaðar í prófi. Nánari lýsing á þýðingarferli PISA má finna í frétt Menntamálstofnunar sem birtist fyrir helgi. Í dæmahefti PISA sem Námsmatsstofnun gaf út 2008 eru gefin dæmi um PISA spurningar. Þar má finna brot úr sögunni Gjöfin sem var notuð í PISA 2000. Textabrotið sem birtist þar og hefur gengið um samfélagsmiðla er ekki sá texti sem notaður var í sjálfu prófinu. Þegar heftið var tekið saman vildi svo til að rangur texti var valinn en ekki hin endanlega útgáfa. Hér fyrir neðan má sjá textann eins og hann birtist nemendum í PISA könnuninni fyrir 16 árum:Hún velti fyrir sér hve marga daga hún hefði setið svona og horft á kalt, mórautt vatnið fikra sig hærra við brattan bakkann sem svarfaðist úr jafnharðan. Hún mundi óljóst eftir því þegar regnið skall á - úr suðri inn yfir fenin - og tók að lemja á húsinu. Svo fór fljótið að vaxa, hægt í fyrstu, en síðan jafnt og þétt uns straumurinn hægði á sér, stöðvaðist og snéri til baka. Þegar stundir liðu seildist það inn eftir lækjum og skurðum og lagðist yfir flatlendið. Um nóttina, meðan hún svaf, hremmdi það veginn og umkringdi hana svo að nú sat hún hér ein, báturinn hennar horfinn; húsið eins og rekadrumbur sem borið hafði upp á malarkamb. Nú hafði vatnið jafnvel náð að teygja sig upp í tjargaða stoðviðina. Það hækkaði sífellt.
PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent