Handbolti

Neagu skaut Ungverja í kaf | Vonir Rússa lifa enn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristina Neagu skoraði 10 mörk.
Cristina Neagu skoraði 10 mörk. vísir/afp
Cristina Neagu fór mikinn þegar Rúmenía bar sigurorð af Ungverjalandi, 21-29, í milliriðli 2 á EM 2016 í handbolta.

Neagu, sem hefur tvisvar verið valin besta handboltakona í heimi, skoraði 10 mörk í leiknum og er nú orðin markahæst á mótinu með 33 mörk.

Rúmenía er með fjögur stig í riðlinum líkt og Danmörk og Noregur sem mætast klukkan 19:45 í kvöld. Ungverjar eru án stiga á botni riðilsins.

Rússland hélt lífi í vonum sínum um að komast upp úr riðlinum með tveggja marka sigri, 24-26, á Tékklandi í fyrsta leik dagsins.

Tíu leikmenn rússneska liðsins komust á blað í leiknum sem var jafn þótt Rússar hafi verið með frumkvæðið allan tímann. Ólympíumeistarar Rússa voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-14.

Anna Sen var markahæst í rússneska liðinu með fjögur mörk. Petra Ruckova skoraði fimm mörk fyrir Tékka sem eru með tvö stig í riðlinum, líkt og Rússar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×