Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2016 12:26 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir ekki tilefni til þess að biðja Sigmund afsökunar. Vísir Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ekki vera tilefni til að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á umfjöllun Ríkisútvarpsins um Panamaskjölin svokölluðu. Upplýsingarnar sem fram komu í umfjölluninni standa og hafa ekki verið hraktar. Sigmundur fór fram á afsökunarbeiðni frá stofnuninni í langri aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rekur Sigmundur kynni sín af Ríkisútvarpinu og framkomu einstakra starfsmanna og hópa í hans garð. Nánar má fræðast um grein Sigmundar hér.Magnús Geir segir í pistli á vef Ríkisútvarpsins að hann og fréttastjórinn, Rakel Þorbergsdóttir, hafi „margsinnis farið yfir þetta mál á liðnu ári og ætíð blasir það sama við; fréttagildi málsins er ótvírætt og það átti erindi við almenning í landinu.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV.Þær upplýsingar sem fram komu í umfjöllun RÚV um málið standi og hafi ekki enn verið hraktar. „Því er ekki tilefni til afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins vegna málsins,“ segir Magnús. „Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar almennings og þeim ber að spyrja kjörna fulltrúa út í málefni er hann varðar. Það sama á við um Sigmund Davíð og aðra kjörna fulltrúa en auk þess að vera alþingismaður, þá var hann forsætisráðherra í þrjú ár og formaður í stjórnmálaflokki um árabil. Sigmundur Davíð hefur ítrekað fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fjallað hefur verið um þau í miðlum RÚV.“ Bréf sitt endar Magnús á því að benda öllum þeim sem kunna að hafa eitthvað við fréttaflutning að sakast að beina umkvörtunum til Blaðamannafélags Íslands. „Ef þingmaðurinn telur á sig hallað þá hvet ég hann til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir hann eins og aðra.“ Pistil Magnúsar má lesa í heild sinni hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06