Innlent

Innanlandsflugi frestað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flugi er frestað annan daginn í röð vegna veðurs
Flugi er frestað annan daginn í röð vegna veðurs vísir/vilhelm
Innanlandsflugi hefur frestað í dag vegna veðurs. Staðan verður metin á ný klukkan 11.15 en flugi til og frá Ísafirði hefur verið aflýst. Millilandaflug er allt á áætlun í dag.

Þetta er annar dagurinn í röð þar sem innanlandsflugi er aflýst vegna veðurs. Einni millilandaflugferð var í gær aflýst en það var til Kaupmannahafnar með flugfélaginu SAS.

Djúp lægð gengur nú yfir landið en gert er ráð fyrir suðvestanstormi eða –roki í dag. Hvassast verður um landið norðanvert og gera má ráð fyrir dimmum éljum með hvössum vindhviðum, 30 til 40 metrum á sekúndum, einkum norðvestanlands. Aftur er búist við stormi víða um land á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×